Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 26. mars 2025 08:32 Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar