Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. mars 2025 14:14 Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð segist ekki í aðstöðu til að gagnrýna laun bæjarstjóra. Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira