Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Auðun Georg Ólafsson skrifar 26. mars 2025 14:14 Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð segist ekki í aðstöðu til að gagnrýna laun bæjarstjóra. Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Björn hefur skilning á gagnrýni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um há laun bæjarstjóra í landinu en er ósammála því að sveitarfélögin séu ekki að standa sig í að halda úti grunnþjónustu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar tvö í gær að þónokkrir bæjarstjórar á Íslandi væru með yfir þrjár milljónir króna á mánuði. Fram kom að af tíu fjölmennustu sveitarfélögum landsins væri Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar með hæstu launin. Hann er með tvær milljónir og 850 þúsund á mánuði, litlu meira en bæjarstjóri Garðabæjar. Laun fylgi launaþróun Valdimar vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessa en vísaði í skriflega yfirlýsingu frá Hafnarfjarðarbæ þar sem fram kemur að bæjarstjórn ráði bæjarstjóra í samræmi við samþykktir bæjarins og ákveði starfskjörin. Laun bæjarstjóra fylgi launaþróun í landinu. „Ákvarðanir um annað eru í höndum bæjarstjórnar og ekki eru fyrirhugaðar breytingar á þessu kjörtímabili. Launin eru áþekk því sem bæjarstjórar í sveitarfélögunum næst hafa,“ að því er segir í yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar vildi lítið ræða um launakjör sín annað en að um væri að ræða starf með mikilli ábyrgð þar sem sinna þyrfti stórum verkefnum. Ekki náðist í borgarstjóra eða fleiri bæjarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Ofan á launin fá einhverjir bæjarstjórar greiðslur fyrir stjórnarsetu, til að mynda sitja allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins í stjórn Slökkviliðsins. Því eru heildarmánaðarlaun nokkurra yfir þrjár milljónir króna, þrefalt meira en meðallaun í landinu. Láglaunafólk berst í bökkum Haft var eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í fréttum Stöðvar tvö í gær að ýmsir bæjarstjórar fái launahækkun samkvæmt launavísitölu tvisvar á ári sem þekkist ekki á almennum markaði. Hún sagði há laun bæjarstjóra á Íslandi óforsvaranleg. „Sveitarfélögin geta ekki haldið úti almennilegri grunnþjónustu. Leikskólarnir eru í stórkostlegum vandræðum, skólakerfið okkar er í stórkostlegum vandræðum, fólkið sem starfar við grundvallarstörf, ómissandi starfsfólk og láglaunafólk, það berst í bökkum. Svo þurfum við enn eina ferðina að fá fréttir af því að fólk sem getur sjálft skammtað sér launin sín geri það og sýni enga hófsemd," sagði Sólveig. Ekki í aðstöðu til að gagnrýna Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segist hafa skilning á gagnrýni Sólveigar þar sem fáum hefur dulist að rekstur sveitarfélaga sé þungur. Hann sé þó ósammála því að sveitarfélög haldi ekki úti grunnþjónustu. Hver og ein sveitarstjórn ákveði laun síns bæjarstjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga eigi enga aðkomu að því. En hvað finnst þér sjálfum um laun bæjarstjóra? „Ég held að hver og ein sveitastjórn þurfi að skoða þessi mál. Ég er ekki í aðstöðu til þess að gagnrýna þetta á nokkurn hátt. Sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga þá beiti ég mér ekki í þessum málum þar sem sveitarfélög fara með sitt frumkvæði. Sveitarfélög eru hvert um sig sjálfstætt stjórnvald og halda þessum málum hjá sér. Ég fer ekki að beita mér í þeim efnum. Eðlilega kemur fram gagnrýni og ég er viss um að sveitarstjórnir hlusta á það eins og aðra gagnrýni sem við fáum sem sitjum í sveitarstjórnum.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira