„Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2025 19:05 Úkraínsku feðgarnir Andrii og Serhiy sem er sex ára. Vísir/Ívar Fannar Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki. Serhiy var þriggja ára þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 en hann er einn þeirra fjölmörgu barna sem hafa misst foreldri í stríðinu. Hann var ásamt móður sinni í þorpinu Novoselivka í Kramatorsk-héraði í Donetsk þegar Rússarnir hertóku þorpið. Þau urðu viðskila við föður drengsins Andrii, sem hafði verið við vinnu í nágrenni Poltava og komst ekki til þeirra. Sambandið var slitrótt en Andrii lýsir hörmulegu símtali þar sem hann heyrði sprengingar á hinum enda línunnar. Hann frétti síðar frá nágrönnum að konan hans væri dáin. Í mánuð vissi Andrii lítið sem ekkert um afdrif sonar síns, sem hafði verið í felum ásamt ömmu sinni í kjallara með lítinn sem engan mat en lifðu á geitamjólk. Dágóður tími leið þar til þeim tókst með aðstoð sjálfboðaliða að komast í gegnum eftirlitsstöð Rússa og inn á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kharkiv þar sem feðgarnir voru sameinaðir á nýjan leik. Stór áform og von um bjarta framtíð „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram, og vonin um að stríðinu fari senn að ljúka og að allt verði í lagi,“ segir Andrii. „Allir í Úkraínu vilja frið. Það er það eina sem við viljum,“ svarar hann, spurður hvort hann sé bjartsýnn á að það takist að semja um frið, eða að minnsta kosti vopnahlé. Feðgarnir standa saman.Vísir/Ívar Fannar Serhiy er sex ára í dag en feðgarnir búa ásamt ömmu í litlu þorpi sem liggur á milli Kænugarðs og Poltava. Hann sækir skóla að heiman, þar sem það þykir öruggara auk þess sem enginn hiti er í skólabyggingunni í nágrenninu yfir vetrartímann. Feðgarnir njóta þess að lesa og læra saman heima, en stærðfræði er í sérstöku uppáhaldi. Serhiy hefur skýrar hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann verður stór. „Ég vil verða slökkviliðsmaður,“ segir Serhiy. Feðgarnir hafa notið aðstoðar Children Heroes, samtaka sem voru stofnuð til að hjálpa þeim fjölmörgu börnum í Úkraínu sem hafa misst foreldra í stríðinu. Samtökin hafa það að markmiði að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð undir forystu fjölskylduhjálparteymis sem miðar að því að skapa hagstætt umhverfi fyrir börnin svo þau geti sigrast á þeim erfiðleikum sem þau hafa gengið í gengum og átt bjartari framtíð. Fjögur deildu hálfri dós af mat á dag Í síðustu viku sögðum við stuttlega frá sögu Olgu frá Mariupol í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskylda Olgu er einnig meðal þeirra sem notið hafa aðstoðar Children Heroes, en hún á tvo drengi sem einnig lifðu af árásir Rússa í borginni við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar og mars 2022. Eiginmaður Olgu lést og annar sonur hennar særðist illa á fæti þegar sprengja kom inn um gluggann á herberginu hans. Olga átti ekki eigin bíl og það var hvorki öruggt að vera í borginni né að reyna að flýja. Flóttaleiðirnar voru einnig takmarkaðar en Olga lýsti því í samtali við fréttamenn hvernig hún hafi á hverjum degi þurft að hugsa hversu mikinn mat fjölskyldan ætti að leyfa sér að borða þann daginn. „Við vorum fjögur, ég, synir mínir og tengdamóðir. Ég þurfti að spyrja mig, eigum við að deila einni dós af mat, eða eigum við að deila hálfri dós í dag?“ sagði Olga meðal annars þegar hún bauð hópi íslenskra fréttamanna í kaffi á nýju heimili sínu í um miðjan mars. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Serhiy var þriggja ára þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022 en hann er einn þeirra fjölmörgu barna sem hafa misst foreldri í stríðinu. Hann var ásamt móður sinni í þorpinu Novoselivka í Kramatorsk-héraði í Donetsk þegar Rússarnir hertóku þorpið. Þau urðu viðskila við föður drengsins Andrii, sem hafði verið við vinnu í nágrenni Poltava og komst ekki til þeirra. Sambandið var slitrótt en Andrii lýsir hörmulegu símtali þar sem hann heyrði sprengingar á hinum enda línunnar. Hann frétti síðar frá nágrönnum að konan hans væri dáin. Í mánuð vissi Andrii lítið sem ekkert um afdrif sonar síns, sem hafði verið í felum ásamt ömmu sinni í kjallara með lítinn sem engan mat en lifðu á geitamjólk. Dágóður tími leið þar til þeim tókst með aðstoð sjálfboðaliða að komast í gegnum eftirlitsstöð Rússa og inn á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Kharkiv þar sem feðgarnir voru sameinaðir á nýjan leik. Stór áform og von um bjarta framtíð „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram, og vonin um að stríðinu fari senn að ljúka og að allt verði í lagi,“ segir Andrii. „Allir í Úkraínu vilja frið. Það er það eina sem við viljum,“ svarar hann, spurður hvort hann sé bjartsýnn á að það takist að semja um frið, eða að minnsta kosti vopnahlé. Feðgarnir standa saman.Vísir/Ívar Fannar Serhiy er sex ára í dag en feðgarnir búa ásamt ömmu í litlu þorpi sem liggur á milli Kænugarðs og Poltava. Hann sækir skóla að heiman, þar sem það þykir öruggara auk þess sem enginn hiti er í skólabyggingunni í nágrenninu yfir vetrartímann. Feðgarnir njóta þess að lesa og læra saman heima, en stærðfræði er í sérstöku uppáhaldi. Serhiy hefur skýrar hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann verður stór. „Ég vil verða slökkviliðsmaður,“ segir Serhiy. Feðgarnir hafa notið aðstoðar Children Heroes, samtaka sem voru stofnuð til að hjálpa þeim fjölmörgu börnum í Úkraínu sem hafa misst foreldra í stríðinu. Samtökin hafa það að markmiði að veita börnunum og fjölskyldum þeirra alhliða aðstoð undir forystu fjölskylduhjálparteymis sem miðar að því að skapa hagstætt umhverfi fyrir börnin svo þau geti sigrast á þeim erfiðleikum sem þau hafa gengið í gengum og átt bjartari framtíð. Fjögur deildu hálfri dós af mat á dag Í síðustu viku sögðum við stuttlega frá sögu Olgu frá Mariupol í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskylda Olgu er einnig meðal þeirra sem notið hafa aðstoðar Children Heroes, en hún á tvo drengi sem einnig lifðu af árásir Rússa í borginni við upphaf allsherjarinnrásarinnar í febrúar og mars 2022. Eiginmaður Olgu lést og annar sonur hennar særðist illa á fæti þegar sprengja kom inn um gluggann á herberginu hans. Olga átti ekki eigin bíl og það var hvorki öruggt að vera í borginni né að reyna að flýja. Flóttaleiðirnar voru einnig takmarkaðar en Olga lýsti því í samtali við fréttamenn hvernig hún hafi á hverjum degi þurft að hugsa hversu mikinn mat fjölskyldan ætti að leyfa sér að borða þann daginn. „Við vorum fjögur, ég, synir mínir og tengdamóðir. Ég þurfti að spyrja mig, eigum við að deila einni dós af mat, eða eigum við að deila hálfri dós í dag?“ sagði Olga meðal annars þegar hún bauð hópi íslenskra fréttamanna í kaffi á nýju heimili sínu í um miðjan mars.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira