Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 28. mars 2025 08:01 Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun