Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru plönturnar á hinum ýmsu vaxtarstigum.
Um var að ræða einbýlishús, þar sem lögregla fann einn fullorðinn einstakling sem reyndist samvinnufús og játaði á staðnum.
Hins vegar var vitað að börn byggju einnig í húsinu og því voru starfsmenn barnaverndar hafðir með í för þegar bankað var upp á.
Málið „var leyst á staðnum“ að sögn lögreglu og telst upplýst.