Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. mars 2025 17:08 Þórarinn Eyfjörð vék úr embætti formanns síðasta haust. Vísir/Ívar Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22