Þá barst einnig tilkynning frá Kópavogi þar sem maður sagði hlut hafa verið kastað inn á svalirnar hjá honum og að mikinn reyk lagði frá hlutnum. Í dagbók lögreglu segir að um hafi verið að ræða ruslafötu sem „húsráðandi hafði sjálfur kveikt í“.
Ekki fylgir sögunni hver það var sem kastaði ruslafötunni inn á svalirnar.
Lögregluþjónar mældu ökumann á 128 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur réttindum.
Einnig bárust tillkynningar um innbrotstilraun í fyrirtæki og innbrot í annað fyrirtæki. Einn var handtekinn eftir heimilisherjur og annar var handtekin nfyrir sölu á fíkniefnum.
Þá þurftu lögreglujónar að skerast í leikinn í miðbænum vegna erja milli nágranna sem snerust um tré og grindverk sem til stóð að rífa niður.