Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 21:02 Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Ben Curtis Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira