Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 09:00 Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega í tólf ár. getty/Andy Hone Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira