Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar 28. mars 2025 12:30 Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi skólaári hefur umræða um stöðu grunnskólakerfisins okkar verið nokkuð snörp. Hnignandi námsárangur er títt nefndur, þá einnig skortur á haldbærum matsferlum í skólastarfi og vöntun á markvissum stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Háværust hefur þó umræðan verið um vanda grunnskólanna og jafnframt úrræðaleysi samfélagsins alls við að bregðast við alvarlegum hegðunarvandamálum einstakra nemenda á grunnskólaaldri. Eftir löggildingu skólastefnunnar um skóla án aðgreiningar í grunnskólalögunum árið 2008 voru gerðar umtalsverðar áherslubreytingar á grunnskólakerfinu í anda stefnunnar. Settar voru reglugerðir, ný aðalnámskrá grunnskóla, ný viðmið fyrir námsmat, samræmd próf við lok grunnskóla felld niður og fleira. Ekki verður heldur framhjá því litið að miklar og örar tækni- og samfélagsbreytingar á undanförnum árum hafa haft mikil áhrif á innra starf grunnskólanna. Að mínu mati er afar brýnt að við sem samfélag leyfum okkur að leita svara við spurningum um núverandi grunnskólakerfi. Efst í huga mér er spurningin: Þarf skóli án aðgreiningar að vera skóli án mismunandi og raunverulegra valkosta í námi grunnskólanemenda? Þá er mér fyrst og fremst hugsað til barna með verulega skerta námshæfni og barna sem glíma við alvarlegar hegðunar- og tilfinningalegar raskanir. Einnig er vert að velta fyrir sér hvort afburðanemendur grunnskólanna fái nægileg tækifæri til að þroska og nýta færni sína til hins ýtrasta. Kynni mín af nokkrum helstu brautryðjendum hér á landi sem beittu sér fyrir innleiðingu stefnunnar um skóla án aðgreiningar gerðu mér ljóst að þeir höfðu þá staðföstu trú og sýn að það væri ekki nema með niðurfellingu sem flestra sérúrræða (sérdeilda/sérskóla) í grunnskólakerfi okkar að skóli án aðgreiningar næði að þróast. Áherslubreytingar í kennaranáminu væru þar afar mikilvægir undirstöðuþættir. Nú hlýtur að vera orðið tímabært að horfa af raunsæi á hugsanlega vankanta stefnunnar um skóla án aðgreiningar og spyrja: Hefur sýn brautryðjenda stefnunnar um skóla án aðgreiningar raungerst í grunnskólunum okkar þannig að öll börn fái notið menntunar við hæfi? Er stefnan í sinni ýktustu mynd e.t.v. tálsýn? Ég geri mér grein fyrir því að það þarf mikinn kjark, fordómaleysi og faglegan styrk til að leita svara við þessum spurningum. Mikið hefur verið rætt og ritað um skóla án aðgreiningar. Gerðar hafa verið athuganir og úttektir, allt með þeim góða ásetningi að gera úrbætur. Það hefur bara ekki dugað til að öll börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast. Óneitanlega er hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar göfug sýn á uppeldi og menntun, þar sem öll börn fái notið sömu tækifæra til náms við hæfi án aðgreiningar og mismununar. „Falleg sýn sem virkar ekki fyrir alla“ segir Soffía Ámundadóttir um skóla án aðgreiningar, þegar hún tjáir sig um skoðanir sínar á grunnskólakerfinu í dag. Ég undirrituð er sammála þessari staðhæfingu Soffíu og kann henni bestu þakkir fyrir að segja skoðun sína á stöðu grunnskólanna m.t.t. nemenda með miklar sérþarfir í námi. Umfjöllun Soffíu og viðtöl við hana hafa m.a. birst í Morgunblaðinu 27.02. og á Stöð 2 þann 10.03. sl. Það er einlæg von mín að við mótun nýrrar menntastefnu taki forsvarsaðilar menntamála, af mikilli alvöru, mið af þeim raunveruleika að börn með skerta námshæfni og börn með tilfinningalegar raskanir þarfnast mismunandi nálgana í námi sínu bæði hvað varðar innihald náms og skipulag námsumhverfis, allt eftir því hver námsvandi barnanna er. Sveigjanleiki í grunnskólakerfinu til skipulagsbreytinga, þar sem þeirra er þörf í þágu nemenda, skilgreinist ekki í mínum huga sem mismunun eða aðgreining heldur sem nauðsynlegur valkostur – öllum börnum til heilla. Höfundur er talmeinafræðingur og sérkennari M.Ed. Erá eftirlaunum eftir að hafa starfað í rúm 40 ár með börnum og unglingum með sértækar þarfir í námi. Var sérkennari við Öskjuhlíðarskóla í rúm 30 ár, þar af sem aðstoðarskólastjóri í 15 ár. Vann eftir það við talkennslu og sérkennsluráðgjöf í almennum grunnskólum, lengst af á vegum Menntasviðs Kópavogsbæjar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun