Lokaæfing fyrir almyrkva Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. mars 2025 13:11 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir spána vera þokkalega á landinu til að sjá deildarmyrkva í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“ Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“
Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira