Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2025 14:06 Jóhann Tómas, 19 ára frumkvöðull en varan hans, Roðsnakk mun koma á markað í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ungur frumkvöðull, sem er aðeins 19 ára gamall, segir að það vanti frumkvöðla andann í ungu kynslóðina á Íslandi, en sjálfur er frumkvöðulinn að koma með Roðsnakk á markað, sem hefur nú þegar fengið mjög góðar viðtökur á matarmörkuðum. Samtök smáframleiðenda matvæla voru með aðalfund sinn á Hótel Selfossi í gær en samhliða aðalfundinum eða síðdegis á fimmtudag var haldinn matarmarkaður, sem var öllum opin á hótelinu. Fjölmargir mættu til að kynna sér framleiðsluna og fengu að smakka á afurðum smáframleiðenda. Einn framleiðandi og frumkvöðull vakti sérstaka athygli með sína vöru en það er roðsnakk en 19 ára frumkvöðulinn heitir Jóhann Tómas Portal og er úr Laugardal í Reykjavík. „Ég er hérna með nýja vöru, Roðsnakk. Þetta er snakk unnið úr þorskroði, sem er 63 % prótein, kollagen ríkt og nóg af ómega þrjú og vítamíni. Þetta er bara vonandi nýja æðið,” segir Tómas. En hvað kom til að Jóhann Tómas fór út í þessa framleiðslu? „Þetta byrjaði í menntaskóla fyrir þremur árum þar sem ég tók þátt í ungir frumkvöðlar og svo hef ég bara verið að halda áfram með þetta verkefni síðan þá og þetta hefur bara stækkað og stækkað. Fyrst fáum við roð frá Brim og þurrkum það svo hjá Von og svo vinnum við það og breytum því í snakk hjá Matís,” segir Tómas. Og þú ert bara 19 ára gamall? „Já, ég er bara 19 ára fæddur 2005.” Fjöldi framleiðenda tók þátt í matarmarkaðnum á Hótel Selfossi. Hér er verið að kynna Dalahvítlauki en hjónin Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir rækta eigin hvítlauk í Dölunum með lífrænum og sjálfbærum aðferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tómas hefur þetta að segja um unga frumkvöðla á Íslandi. „Mér finnst eins og vanti frumkvöðlaandann í mína kynslóð. Fólk er svolítið komið á það að gamla kynslóðin gerir fyrirtækið, ekki núverandi kynslóð, þau fatta ekki að við þurfum líka að gera eitthvað nýtt, við þurfum að skapa.” Samtök smáframleiðenda eru öflug samtök, sem eru að gera góða hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Nýsköpun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Samtök smáframleiðenda matvæla voru með aðalfund sinn á Hótel Selfossi í gær en samhliða aðalfundinum eða síðdegis á fimmtudag var haldinn matarmarkaður, sem var öllum opin á hótelinu. Fjölmargir mættu til að kynna sér framleiðsluna og fengu að smakka á afurðum smáframleiðenda. Einn framleiðandi og frumkvöðull vakti sérstaka athygli með sína vöru en það er roðsnakk en 19 ára frumkvöðulinn heitir Jóhann Tómas Portal og er úr Laugardal í Reykjavík. „Ég er hérna með nýja vöru, Roðsnakk. Þetta er snakk unnið úr þorskroði, sem er 63 % prótein, kollagen ríkt og nóg af ómega þrjú og vítamíni. Þetta er bara vonandi nýja æðið,” segir Tómas. En hvað kom til að Jóhann Tómas fór út í þessa framleiðslu? „Þetta byrjaði í menntaskóla fyrir þremur árum þar sem ég tók þátt í ungir frumkvöðlar og svo hef ég bara verið að halda áfram með þetta verkefni síðan þá og þetta hefur bara stækkað og stækkað. Fyrst fáum við roð frá Brim og þurrkum það svo hjá Von og svo vinnum við það og breytum því í snakk hjá Matís,” segir Tómas. Og þú ert bara 19 ára gamall? „Já, ég er bara 19 ára fæddur 2005.” Fjöldi framleiðenda tók þátt í matarmarkaðnum á Hótel Selfossi. Hér er verið að kynna Dalahvítlauki en hjónin Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir rækta eigin hvítlauk í Dölunum með lífrænum og sjálfbærum aðferðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Tómas hefur þetta að segja um unga frumkvöðla á Íslandi. „Mér finnst eins og vanti frumkvöðlaandann í mína kynslóð. Fólk er svolítið komið á það að gamla kynslóðin gerir fyrirtækið, ekki núverandi kynslóð, þau fatta ekki að við þurfum líka að gera eitthvað nýtt, við þurfum að skapa.” Samtök smáframleiðenda eru öflug samtök, sem eru að gera góða hluti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Nýsköpun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira