Richard Chamberlain er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 14:59 Richard Chamberlain átti langan og farsælan feril í sjónvarpi. Hann var tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaun og hlaut þrenn Golden Globe-verðlaun. Getty Bandaríski leikarinn Richard Chamberlain, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðunum Dr. Kildare, Shogun og The Thorn Birds, er látinn 90 ára að aldri. Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Blaðafulltrúi Chamberlain, Harlan Boll, tjáði dægurmálamiðlinum The Hollywood Reporter að Chamberlain hefði dáið í Waimanalo í Havaí á laugardagskvöld eftir heilablóðfall, tveimur dögum fyrir 91 árs afmæli sitt, 31. mars. „Okkar elskaði Richard er nú með englunum. Hann er frjáls og svífur til ástvina sinna. Hve heppinn við vorum að hafa þekkt svona undraverða og elskandi sál. Ástin deyr aldrei. Okkar ást er undir vængjum hans og lyftir honum til hans næsta ævintýris,“ sagði Martin Rabbett, fyrrverandi eiginmaður Chamberlain til rúmlega 30 ára, í yfirlýsingu. Upprunalegi Jason Bourne og John Blackthorne Richard fæddist George Richard Chamberlain í Beverly Hills í Kaliforníu árið 1934. Hann lærði upprunalega myndlist í Pomona College en eftir hann sneri til baka úr herþjónustu í Kóreustríðinu ákvað Chamberlain að reyna fyrir sér sem leikari. Leikferill Chamberlain á stóra skjánum spannar rúmlega sextíu ár og hófst þegar hann lék smáhlutverk í spennuþáttunum Alfred Hitchcock Presents árið 1959. Stóra tækifærið kom tveimur árum síðar í læknaþáttunum Dr. Kildare þar sem Chamberlain lék aðalhlutverkið. Toshiro Mifune sem Yoshi Toranaga og Richard Chamberlain sem John Blackthorne í framhaldsþáttaröðinni Shogun.Getty Chamberlain lék einnig í fjölda mynda, þar á meðal ævintýramyndinni The Three Musketeers (1971), stórslysamyndinni The Towering Inferno (1974), Buffalo Soldiers (2001) og I Now Pronounce You Chuck and Larry (2007). Hans þekktustu hlutverk voru sem Dr. Kildare í fyrrnefndum þáttum, John Blackthorne í Shogun (1980) Séra Ralph de Bricassart í The Thorn Birds (1983), Jason Bourne í The Bourne Identity (1988). Á seinni hluta ferilsins lék hann smærri hlutverk í vinsælum þáttaröðum á borð við Will & Grace (1998-2020), Nip/Tuck (2003-10), Desperate Housewives (2004-2012), Chuck (2007-12) og Twin Peaks (2017). Chamberlain gaf út sjálfsævisögu sína Shattered Love árið 2003 og kom þá út úr skápnum. „Þegar þú elst upp á fjórða, fimmta og sjötta áratugnum er ekki auðvelt að vera samkynhneigður, það er eiginlega ómögulegt,“ sagði hann í viðtali við New York Times árið 2014.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“