Mörk Napólí komu bæði á stuttum kafla í fyrri hálfleik. Matteo Politano kom þá á bragðið á 2. mínútu og markahrókurinn Romelu Lukaku tvöfaldaði forskotið 17 mínútum seinna.
Gestirnir frá Mílanó settu mikinn þunga í sinn sóknarleik eftir því sem leið á seinni hálfleik og fengu vítaspyrnu á 69. mínútu en Santiago Giménez lét Alex Meret verja frá sér. Luka Jović minnkaði muninn svo í 2-1 á 84. mínútu en lengra komust Mílanómenn ekki þrátt fyrir að liggja í sókn síðustu mínútur leiksins.
Fyrr í dag lagði vann topplið Inter góðan 2-1 sigur á Udinese og heldur því þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir.