Ekki tókst að fjarlægja líkin fyrr en í gær, sökum þess að Ísraelsher bannaði aðgang að svæðinu þar sem árásin var gerð. Eins sjúkraliðans er enn saknað.
Rauði hálfmáninn í Palestínu segja að fleiri lík hafi fundist á svæðinu, sex meðlimir Hamas-samtakanna og einn starfsmaður Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins segir ekki í yfirlýsingunni hverjir eigi að hafa staðið að baki árásinni en Hamas samtökin kenna Ísraelum um.
Árásin hefur verið harðlega gagnrýnd en sjúkraliðarnir voru kyrfilega merktir í bak og fyrir og voru að hlúa að særðum mönnum þegar árásin var gerð. Í yfirlýsingunni segir að reglurnar séu skýrar, og að þær gildi á öllum átakasvæðum heimsins sama hversu flókin átökin séu. Almennir borgarar, sjúkraliðar að störfum og hjálparstarfsmenn eigi að njóta friðhelgi.
Breska ríkisútvarpið hefur óskað eftir svörum frá ísraelska hernum en þau hafa ekki borist enn. Þó hefur Ísraelsher viðurkennt að hafa skotið á sjúkrabíla og slökkviliðsbíla í suðurhluta Gasa á laugardaginn í óskyldri aðgerð og bentu þá á að Hamas samtökin hafi ítrekað notað sjúkrabíla í aðgerðum sínum.