Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar í bréf sem forsvarsmenn skólans hafa skrifað borgarstjóra þar sem stöðunni er lýst. Þar segir meðal annars að svokölluð alþjóðleg deild skólans hafi verið í miklum vexti undanfarin ár og að nú sé hún orðin svo stór að hún standi ekki undir sér miðað við núverandi fjárframlög.
Landakotsskóli er einn af sex sjálfstætt starfandi skólum í Reykjavík og í bréfinu er einnig bent á mismun sem er á milli einkarekinna skóla og þeirra sem reknir eru af borginni.
Lög gera ráð fyrir að sveitarfélögin veiti einkareknu skólunum fjárframlög sem nemi 70 til 75 prósentum af meðaltalsrekstrarkostnaði á hvern nemanda. Samkvæmt bréfinu þýðir það að Landakotsskóli fái 100 milljónum minna en sambærilegur skóli rekinn af borginni.
Í blaðinu segir ennfremur að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi boðað forsvarsmenn skólann á sinn fund síðar í dag.