Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 09:06 Marine Le Pen í dómshúsinu í París í morgun. Vísir/EPA Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira