Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 10:15 Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að búið sé að ofvernda stóran hóp fólks sem í raun lifir lífinu eins og börn. vísir/vilhelm Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stóran hóp fólks á Íslandi í raun aldrei hafa tekið út neinn þroska, það hafi aldrei tekist á við neinar áskoranir og lifi því eins og um börn sé að ræða. Haraldur var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar en hann hefur í áratugi starfað sem geðlæknir. Hann segir stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu verri en nokkru sinni. „Geðheilbrigðisþjónusta hefur alltaf átt undir högg að sækja, meðal annars af því að hún er kostnaðarsöm. Það er yfirleitt alltaf höggvið fyrst í geðheilbrigðisþjónustuna ef það þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu. En nú er staðan bara orðin sú að vinnuframlag í þjóðfélaginu er að meðaltali skert um nærri 30 prósent vegna geðrænna vandamála og bið eftir geðlækni er talin í mörgum árum ef þú ert ekki með bráðavanda.“ Haraldur segir þetta hluta vandans en fyrir liggi betri skilningur á vandanum eru greiningar meiri en nokkru sinni. „En geðheilbrigðiskerfið er sprungið og við sem samfélag verðum að finna nýjar lausnir ef ekki á illa að fara. Vandinn er orðinn of dýr til þess að það sé hægt að sinna honum eins og best væri á kosið. Hefðbundin geðheilsuþjónusta mun aldrei ráða við að sinna vandamálunum ef þessi þróun heldur áfram. Það er augljóslega eitthvað að í því hvernig við lifum lífi okkar miðað við það hve hratt geðrænni heilsu okkar sem þjóðar er að hraka.“ Haraldur vill ganga svo langt að segja að við séum – á margan hátt – „orðin bláfátæk“ – þó efnislega skorti okkur ekkert. „Hin raunverulegu auðæfi í lífinu eru að geta staldrað við og notið þess að vera til og eiga góð samskipti við vini og fjölskyldu. Það sem skilur eitthvað eftir í lífinu og eru í raun hin raunverulegu verðmæti er eitthvað sem við höfum ekki verið að setja í forgang.“ Einmanaleikinn læðist inn Haraldur telur að hluti af vandanum sé ekki síst mikið upplýsingaflóð og áreiti á heilann og skynfærin. Við séum á undanförnum árum komin inn í nýjan veruleika, sem heilinn í okkur sé ekki hannaður fyrir. „Skynfæri okkar og heilinn eru stöðugt að taka við upplýsingum án þess að geta unnið almennilega úr þeim. Svefninn er að verða eini staðurinn þar sem heilinn fær tækifæri á einhvers konar úrvinnslu. Góðmennskan getur gengið of langt og breytist þá einfaldlega í meðvirkni.vísir/vilhelm En nú er staðan orðin þannig að margir ná ekki einu sinni að sofa almennilega, meðal annars vegna þess hve áreitið yfir daginn er mikið. Ein stærsta ógnin við heilsu okkar í nútímanum er of mikið áreiti á heilann. Hvort sem það eru samfélagsmiðlar, sjónvarp, útvarp eða annað.“ Og annað sem er að gerast er einmannaleika-faraldur. „Mikið af fólki hefur einangrað sig, en við þurfum öll samskipti og samveru með fólki til þess að funkera almennilega. Oft verður þetta vítahringur, því að þeir sem þjást af kvíða, þunglyndi eða kulnun hafa tilhneigingu til að einangra sig, en það sem þetta fólk þyrfti mest á að halda til að ná bata væru mikil samskipti og tengsl við annað fólk.“ Fólk sem búið hefur í bómull alla tíð Annað sem Haraldur talar um í þættinum er stór hópur fólks sem hefur aldrei upplifað að þurfa að hafa fyrir hlutunum og á endanum leiði það aldrei til neins góðs. „Það er verið að búa til regluverk út í eitt í hinum vestræna heimi sem á að miða að fullkomnu öryggi á öllum vígstöðvum, en það er ekki að skila miklu. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir hættur í lífinu og ef þú tekur aldrei áhættu eða lætur reyna á þig, þá missir þú líka af gleðinni og fegurðinni og styrkir ekki skapgerðina.“ Og niðurstaðan er sláandi. „Við geðlæknar hittum oft fólk sem er orðið fullorðið, en lifir bara enn eins og það sé börn eða unglingar. Það hefur enga þrautseigju eða tilgang og hefur aldrei orðið fullorðið. Ef fólk stendur aldrei frammi fyrir erfiðleikum eða einhverju sem þýðir að það verði að standa í lappirnar endar það illa. Við erum ekki hönnuð fyrir að festast í þægindaramma þar sem reynir aldrei á okkur.“ Haraldur segir að mannskepnunni sé eiginlegt að sveiflast á milli mildi og hörku en það er hægt að fara of langt í báðar áttir. „Við sem samfélag erum komin mjög langt í góðmennsku, sem er á margan hátt gott, en á sama tíma erum við að taka burt þrautseigjuna. Harkan sem var hérna á árum áður var oft bara illmennska þegar hún gekk of langt, en að sama skapi er of mikil góðmennska bara meðvirkni. Það þarf að finna hinn gullna meðalveg, en núna erum við komin býsna langt í að þurrka út þrautseigju og innri styrk í okkar samfélagi.” Spennandi hlutir í tengslum við hugvíkkandi efni Haraldur talar í þættinum um mjög spennandi þróun þegar kemur að hugvíkkandi efnum. Hann hefur kynnt sér allar helstu rannsóknir á því sviði og segir margt bendi til þess að þessi efni geti markað byltingu í geðlæknisfræðinni. „Það er stutt í að sum af þessum efnum komi á markað sem lögleg aðferð til að eiga við áfallastreitu, kvíða og þunglyndi. Vandamálið eins og staðan er núna að það er mjög dýrt að framkvæma þessar meðferðir ef það er gert samkvæmt bestu stöðlum og með aðstoð sérfræðinga.“ Að sögn Haraldar er hægt að gera margt til að draga úr kostnaðinum og nú er verið að kanna leiðir til þess. „Svo má ekki gleyma því að það sparast gríðarlegur kostnaður ef fólk fær bót sinna meina, auk þess sem það er mannúðlegt og rétt að veita fólki bestu mögulegu aðstoð. Lykilatriðið er meðferðin samhliða efnunum og eftirfylgnin, þannig að fólk nái að komast í gegn og vinna úr áfallinu.” Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Haraldur var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar en hann hefur í áratugi starfað sem geðlæknir. Hann segir stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu verri en nokkru sinni. „Geðheilbrigðisþjónusta hefur alltaf átt undir högg að sækja, meðal annars af því að hún er kostnaðarsöm. Það er yfirleitt alltaf höggvið fyrst í geðheilbrigðisþjónustuna ef það þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu. En nú er staðan bara orðin sú að vinnuframlag í þjóðfélaginu er að meðaltali skert um nærri 30 prósent vegna geðrænna vandamála og bið eftir geðlækni er talin í mörgum árum ef þú ert ekki með bráðavanda.“ Haraldur segir þetta hluta vandans en fyrir liggi betri skilningur á vandanum eru greiningar meiri en nokkru sinni. „En geðheilbrigðiskerfið er sprungið og við sem samfélag verðum að finna nýjar lausnir ef ekki á illa að fara. Vandinn er orðinn of dýr til þess að það sé hægt að sinna honum eins og best væri á kosið. Hefðbundin geðheilsuþjónusta mun aldrei ráða við að sinna vandamálunum ef þessi þróun heldur áfram. Það er augljóslega eitthvað að í því hvernig við lifum lífi okkar miðað við það hve hratt geðrænni heilsu okkar sem þjóðar er að hraka.“ Haraldur vill ganga svo langt að segja að við séum – á margan hátt – „orðin bláfátæk“ – þó efnislega skorti okkur ekkert. „Hin raunverulegu auðæfi í lífinu eru að geta staldrað við og notið þess að vera til og eiga góð samskipti við vini og fjölskyldu. Það sem skilur eitthvað eftir í lífinu og eru í raun hin raunverulegu verðmæti er eitthvað sem við höfum ekki verið að setja í forgang.“ Einmanaleikinn læðist inn Haraldur telur að hluti af vandanum sé ekki síst mikið upplýsingaflóð og áreiti á heilann og skynfærin. Við séum á undanförnum árum komin inn í nýjan veruleika, sem heilinn í okkur sé ekki hannaður fyrir. „Skynfæri okkar og heilinn eru stöðugt að taka við upplýsingum án þess að geta unnið almennilega úr þeim. Svefninn er að verða eini staðurinn þar sem heilinn fær tækifæri á einhvers konar úrvinnslu. Góðmennskan getur gengið of langt og breytist þá einfaldlega í meðvirkni.vísir/vilhelm En nú er staðan orðin þannig að margir ná ekki einu sinni að sofa almennilega, meðal annars vegna þess hve áreitið yfir daginn er mikið. Ein stærsta ógnin við heilsu okkar í nútímanum er of mikið áreiti á heilann. Hvort sem það eru samfélagsmiðlar, sjónvarp, útvarp eða annað.“ Og annað sem er að gerast er einmannaleika-faraldur. „Mikið af fólki hefur einangrað sig, en við þurfum öll samskipti og samveru með fólki til þess að funkera almennilega. Oft verður þetta vítahringur, því að þeir sem þjást af kvíða, þunglyndi eða kulnun hafa tilhneigingu til að einangra sig, en það sem þetta fólk þyrfti mest á að halda til að ná bata væru mikil samskipti og tengsl við annað fólk.“ Fólk sem búið hefur í bómull alla tíð Annað sem Haraldur talar um í þættinum er stór hópur fólks sem hefur aldrei upplifað að þurfa að hafa fyrir hlutunum og á endanum leiði það aldrei til neins góðs. „Það er verið að búa til regluverk út í eitt í hinum vestræna heimi sem á að miða að fullkomnu öryggi á öllum vígstöðvum, en það er ekki að skila miklu. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir hættur í lífinu og ef þú tekur aldrei áhættu eða lætur reyna á þig, þá missir þú líka af gleðinni og fegurðinni og styrkir ekki skapgerðina.“ Og niðurstaðan er sláandi. „Við geðlæknar hittum oft fólk sem er orðið fullorðið, en lifir bara enn eins og það sé börn eða unglingar. Það hefur enga þrautseigju eða tilgang og hefur aldrei orðið fullorðið. Ef fólk stendur aldrei frammi fyrir erfiðleikum eða einhverju sem þýðir að það verði að standa í lappirnar endar það illa. Við erum ekki hönnuð fyrir að festast í þægindaramma þar sem reynir aldrei á okkur.“ Haraldur segir að mannskepnunni sé eiginlegt að sveiflast á milli mildi og hörku en það er hægt að fara of langt í báðar áttir. „Við sem samfélag erum komin mjög langt í góðmennsku, sem er á margan hátt gott, en á sama tíma erum við að taka burt þrautseigjuna. Harkan sem var hérna á árum áður var oft bara illmennska þegar hún gekk of langt, en að sama skapi er of mikil góðmennska bara meðvirkni. Það þarf að finna hinn gullna meðalveg, en núna erum við komin býsna langt í að þurrka út þrautseigju og innri styrk í okkar samfélagi.” Spennandi hlutir í tengslum við hugvíkkandi efni Haraldur talar í þættinum um mjög spennandi þróun þegar kemur að hugvíkkandi efnum. Hann hefur kynnt sér allar helstu rannsóknir á því sviði og segir margt bendi til þess að þessi efni geti markað byltingu í geðlæknisfræðinni. „Það er stutt í að sum af þessum efnum komi á markað sem lögleg aðferð til að eiga við áfallastreitu, kvíða og þunglyndi. Vandamálið eins og staðan er núna að það er mjög dýrt að framkvæma þessar meðferðir ef það er gert samkvæmt bestu stöðlum og með aðstoð sérfræðinga.“ Að sögn Haraldar er hægt að gera margt til að draga úr kostnaðinum og nú er verið að kanna leiðir til þess. „Svo má ekki gleyma því að það sparast gríðarlegur kostnaður ef fólk fær bót sinna meina, auk þess sem það er mannúðlegt og rétt að veita fólki bestu mögulegu aðstoð. Lykilatriðið er meðferðin samhliða efnunum og eftirfylgnin, þannig að fólk nái að komast í gegn og vinna úr áfallinu.”
Podcast með Sölva Tryggva Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira