Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 11:31 Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í leikjunum við Frakkland og Sviss fyrir mánuði en er að glíma við hnémeiðsli. Getty/Alex Nicodim „Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni. Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Glódís sneri aftur í byrjunarlið Bayern München í gær gegn Leverkusen, spilaði 82 mínútur og virtist ekki kenna sér meins þegar henni var skipt af velli. Hún hefur hins vegar verið að glíma við hnémeiðsli í nokkurn tíma og þau hafa haldið henni frá keppni með Bayern að undanförnu. Því hefur ríkt óvissa um hvort hún næði að spila leikina mikilvægu sem fram undan eru með landsliðinu, næsta föstudag og svo 8. apríl, en nú er ljóst að hún verður ekki með og missir því í fyrsta sinn á sínum ferli af landsleikjum vegna meiðsla. Ekki þarf að fjölyrða um það hvílíkt áfall það er fyrir Ísland að missa fyrirliðann, besta leikmanninn og íþróttamann ársins út en landsliðsþjálfarinn segir að horfa verði lengra fram í tímann. Um þrír mánuðir eru í að lokakeppni EM hefjist í Sviss. Horfir lengra fram í tímann með Glódísi „Hún verður einhvern tíma að jafna sig eftir gærdaginn,“ segir Þorsteinn við Vísi og bætir við: „Mér fannst það ekki þess virði að taka hana inn í landsleikina og taka einhvern séns á að hún myndi verða ennþá verri. Við þurfum að horfa lengra fram í tímann, þannig að hún verði leikfær fyrir okkur seinna meir. Og við vitum ekki hvort hún hefði hvort sem er getað spilað. Það er alveg óvíst. Miðað við síðasta leik sem hún spilaði þá tók hana rúmar tvær vikur að jafna sig.“ Þorsteinn Halldórsson þarf að reiða sig á aðra leikmenn en Glódísi í komandi leikjum. Hann kallaði á Elísu Viðarsdóttur inn í landsliðshópinn í hennar stað.Getty/Alex Nicodim Leikir sem skipta sköpum í baráttu um veru í A-deild Ísland hóf keppni í Þjóðadeildinni á tveimur útileikjum og gerði þá markalaust jafntefli við Sviss en tapaði 3-2 gegn Frakklandi. Nú er komið að fyrstu heimaleikjunum en liðið mætir Noregi á föstudag klukkan 16:30 og svo Sviss þriðjudaginn 8. apríl, einnig klukkan 16:30. Báðir leikirnir fara fram á Þróttarvelli vegna framkvæmda sem standa yfir á Laugardalsvelli. Ísland, Frakkland, Noregur og Sviss eru saman í riðli í A-deild og kemst efsta liðið í úrslit keppninnar. Efstu tvö liðin eru örugg um að halda áfram í A-deild, neðsta liðið fellur en liðið í 3. sæti fer í umspil um að halda sér í A-deild. Að leika í A-deild á næstu leiktíð myndi hjálpa Íslandi mikið í baráttunni um að komast á HM 2027.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira