Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson og Styrmir Hallsson skrifa 31. mars 2025 15:30 Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Heilbrigðismál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám? Verknám er ómissandi hluti af námi í hjúkrunarfræði, hvort sem um er að ræða grunn- eða framhaldsnám. Það er einmitt í verknáminu sem hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar fá tækifæri til að tileinka sér hagnýta færni, tengja saman fræðilega þekkingu við raunverulegt starf og öðlast dýrmætan skilning á starfsháttum innan heilbrigðiskerfisins. Aðstæður í verknámi geta verið krefjandi, bæði líkamlega og andlega. Hjúkrunarnemar sinna raunverulegum störfum hjúkrunarfræðinga: þeir veita sjúklingum umönnun, halda fræðslu, gefa lyf, setja upp sondur og margt fleira. Í staðinn fá þeir hvorki greidda veikindadaga né annars konar starfsréttindi. Í staðinn fá nemendur uppsafnaðar skuldir, aukið vinnuálag og í sumum tilvikum upplifa þeir kulnun í starfi, þrátt fyrir að vera ekki einu sinni í “alvöru” vinnu. Verknám leiðir til tekjumissis þar sem nemar neyðast til þess að minnka við sig í hlutavinnu á meðan verknámi stendur, nema þeir taki á sig tvöfaldar vaktir. Valið stendur því á milli tekjutaps eða 16 klst vinnuvakta. Þetta er bæði ósanngjarnt og ólíðandi – sérstaklega í ljósi þess að nemendur eru ekki eingöngu í námi heldur leggja einnig sitt af mörkum á heilbrigðisstofnunum þar sem ríkir mannekla víða. Við hjá Röskvu skorum á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga til að stíga inn og axla ábyrgð. Félagið telur um 4.800 félaga, þar af um 3.800 starfandi hjúkrunarfræðinga. Ef hver og einn þeirra myndi leggja einungis 208 kr aukalega á mánuði, 2.500 krónur á ári, í sameiginlegan sjóð, væri hægt að fjármagna verknám nemenda og styðja þannig við menntun næstu kynslóða hjúkrunarfræðinga. Jafnframt skorum við á Háskólinn taki þátt í að niðurgreiða á móti Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þetta myndi skapa 24.000.000 kr. sjóð til að niðurgreiða verknám hjúkrunarfræðinema. Með öðrum orðum, risastórt skref í hagsmunabaráttunni. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál stéttarinnar – og sérstaklega Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga – að tryggja að menntun í hjúkrun sé aðgengileg, jöfn og án óþarfa hindrana. Það er kominn tími til að hlúa að framtíð hjúkrunar – ekki með orðum, heldur með aðgerðum. Höfundar eru Ríkharður Ólafsson, hjúkrunarfræðinemi í 3. sæti á framboðslista Röskvu fyrir Heilbrigðisvísindasvið, og Styrmir Hallsson, stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun