„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Viðtalið við rafvirkjann Oliver Heiðarsson var tekið í nýja landeldinu sem er í byggingu í Vestmannaeyjum. stöð 2 sport Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00