Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2025 11:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör og verða nokkuð stórir eigendur í Greencore, að því gefnu að af yfirtökunni verði. Stjórnir matvælaframleiðendanna Bakkavarar og Greencore hafa komist að samkomulagi um yfirtöku þess síðarnefnda á því fyrrnefnda, sem er í meirihlutaeigu Íslendinga. Bakkavör er metin á um 200 milljarða króna í viðskiptunum. Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð. Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Bakkavör var stofnuð á nýunda áratugnum af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum og hefur um árabil verið meðal leiðandi framleiðenda á ferskri tilbúinn matvöru á Bretlandseyjum. Bræðurnir eiga samanlagt rétt rúmlega 49 prósenta hlut í félaginu og með hlut viðskiptafélaga þeirra Sigurðar Valtýssonar er hlutur Íslendinga rétt rúmlega helmingur. Munu eiga 44 prósent í sameinuðu félagi Viðræður um yfirtöku Greencore, írsks samlokuframleiðslufyrirtækis, á Bakkavör hafa staðið yfir um nokkurra mánaða skeið og stjórn Bakkavarar hefur hafnað nokkrum yfirtökutilboðum, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um. Í dag greinir Bakkavör frá því í tilkynningu á vef sínum að samkomulag hafi náðst um samruna, með hinum ýmsu fyrirvörum, meðal annars um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakannanir. Hluthafar Bakkavarar muni fá greidd 0,85 pund fyrir hvern hlut í Bakkavör og 0,604 hluti í Greencore. Þannig muni eigendur Bakkavarar verða eigendur um 44 prósenta hlutar í Greencore. Virði Bakkavarar í viðskiptunum sé því 1,2 milljarðar punda, eða rúmlega 207 milljarðar króna. Tæplega 40 prósenta yfirverð Það sé 39,8 prósentum hærra en vegið markaðsvirði félagsins síðustu þrjá mánuðina fyrir 13. mars síðastliðinn, þegar fyrsta yfirtökutilboðið var gert. Þá segir að hluthafa Bakkavarar muni eiga rétt á aukagreiðslu komi til þess að starfsemi félagins í Bandaríkjunum verði seld út úr sameinuðu félagi innan tiltekins tímaramma og fyrir tiltekið verð.
Bretland Íslendingar erlendis Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13 Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Sjá meira
Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. 10. mars 2025 11:13
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19. nóvember 2024 14:15
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent