„Þetta er bara brandarakvöld“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 11:33 Gísli, Andrés og Stefán, Þjóðmálahlaðvarpararnir eiga nú yfir höfði sér ofsareiði stuðningsmanna Flokks Fólksins fyrir að hafa hæðst hömlulaust að helstu fulltrúum þess flokks. vísir/vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. DV greindi frá efni kvöldsins á vef sínum í gær en margir supu hveljur þegar Stefán Einar og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fóru hinum háðulegustu orðum um fulltrúa Flokks Fólksins, einkum þau Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra og svo Guðmund Inga Kristinsson sem tók við embættinu: „Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli“ er fyrirsögnin sem DV keyrir frásögn sína undir og segir hún sína söguna. Í frétt rekur blaðamaður ítarlega það sem sagt var á kvöldinu. En þeir Andrés og Stefán Einar fóru, ásamt Gísla Frey Valdórssyni, „fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins“ tekur penni DV fram, mikinn. Stefán Einar og Andrés í miklu stuði Að sögn DV, sem leggur nokkuð uppúr því að leiðrétta ónákvæmni í tali þeirra Andrésar og Stefáns Einars, líktu þeir Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli sem sjá má í sjónvarpsþáttunum Baby Reindeer. Og áfram rekur blaðamaður DV það sem á gekk: „Fór það mikið í taugarnar á Andrési og Stefáni Einari að svo margir hefðu komið Guðmundi Inga og Ásthildi Lóu til varnar. Sagði Stefán Einar um það: „Hvað sagði Björg Eva Erlendsdóttir?: Ég gæti ekki hugsað mér að hafa barnamálaráðherra sem hefði ekki gert neitt svona af sér. Það er bara ég gæti ekki hugsað mér að hafa landlækni sem hefði ekki drepið mann. Hvaða rugl er þetta?“ Raunar var það kona Bjargar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem viðhafði umrædd ummæli en þó ekki með þeim hætti sem Stefán Einar hélt fram,“ segir meðal annars í umfjöllun DV. Ljóst er að ekki fóru þeir Andrés og Stefán alltaf nákvæmt með; vildu augljóslega ekki láta staðreyndir skemma frásögnina. Ofsareiði brýst út En í athugasemdkerfi DV sjá menn hins vegar ekkert sniðugt við þetta og hefur þar brotist út ofsareiði. Menn keppast um að úthúða þeim Þjóðmálamönnum: „Svo er þessi fáráður hissa á að fólk úr stjórnarflokkunum vilji ekki koma í þáttinn hjá honum !! sjálfTökuflokkurinn er viðbjóðslegur flokkur og virðist að mestu vera samansafn af rasshausum sem enginn vill vinna með,” segir einn og annar bætir við: „Illa innrættir þessir moggaaular.“ Annar segir „Þetta er botninn“. Og þannig gengur dælan: „Það verður vart verra skítlega eðlið en í þessum ofangreindum sjálfstæðisskíthælum!“ … Stefán Einar lætur hins vegar sem ekkert sé þegar hann er spurður hvort hann vilji bregðast við þessu á einhvern hátt. Hann segir það ekki hægt en bendir þó á að þarna verði að gera greinarmun: „Menn verða að gera greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu. Þetta er bara brandarakvöld og skemmtidagskrá. Sumargleðin,“ segir Stefán Einar og hlær. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
DV greindi frá efni kvöldsins á vef sínum í gær en margir supu hveljur þegar Stefán Einar og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fóru hinum háðulegustu orðum um fulltrúa Flokks Fólksins, einkum þau Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra og svo Guðmund Inga Kristinsson sem tók við embættinu: „Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli“ er fyrirsögnin sem DV keyrir frásögn sína undir og segir hún sína söguna. Í frétt rekur blaðamaður ítarlega það sem sagt var á kvöldinu. En þeir Andrés og Stefán Einar fóru, ásamt Gísla Frey Valdórssyni, „fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins“ tekur penni DV fram, mikinn. Stefán Einar og Andrés í miklu stuði Að sögn DV, sem leggur nokkuð uppúr því að leiðrétta ónákvæmni í tali þeirra Andrésar og Stefáns Einars, líktu þeir Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli sem sjá má í sjónvarpsþáttunum Baby Reindeer. Og áfram rekur blaðamaður DV það sem á gekk: „Fór það mikið í taugarnar á Andrési og Stefáni Einari að svo margir hefðu komið Guðmundi Inga og Ásthildi Lóu til varnar. Sagði Stefán Einar um það: „Hvað sagði Björg Eva Erlendsdóttir?: Ég gæti ekki hugsað mér að hafa barnamálaráðherra sem hefði ekki gert neitt svona af sér. Það er bara ég gæti ekki hugsað mér að hafa landlækni sem hefði ekki drepið mann. Hvaða rugl er þetta?“ Raunar var það kona Bjargar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem viðhafði umrædd ummæli en þó ekki með þeim hætti sem Stefán Einar hélt fram,“ segir meðal annars í umfjöllun DV. Ljóst er að ekki fóru þeir Andrés og Stefán alltaf nákvæmt með; vildu augljóslega ekki láta staðreyndir skemma frásögnina. Ofsareiði brýst út En í athugasemdkerfi DV sjá menn hins vegar ekkert sniðugt við þetta og hefur þar brotist út ofsareiði. Menn keppast um að úthúða þeim Þjóðmálamönnum: „Svo er þessi fáráður hissa á að fólk úr stjórnarflokkunum vilji ekki koma í þáttinn hjá honum !! sjálfTökuflokkurinn er viðbjóðslegur flokkur og virðist að mestu vera samansafn af rasshausum sem enginn vill vinna með,” segir einn og annar bætir við: „Illa innrættir þessir moggaaular.“ Annar segir „Þetta er botninn“. Og þannig gengur dælan: „Það verður vart verra skítlega eðlið en í þessum ofangreindum sjálfstæðisskíthælum!“ … Stefán Einar lætur hins vegar sem ekkert sé þegar hann er spurður hvort hann vilji bregðast við þessu á einhvern hátt. Hann segir það ekki hægt en bendir þó á að þarna verði að gera greinarmun: „Menn verða að gera greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu. Þetta er bara brandarakvöld og skemmtidagskrá. Sumargleðin,“ segir Stefán Einar og hlær.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56
Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47