Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofunni sem segir að mögulega hefjist gos að nýju í norðanverðri sprungunni, þótt það teljist ólíklegt.
Þá fjöllum við áfram um banaslys sem varð undir Eyjafjöllum þegar grjót hrundi á bíl sem var ekið á Þjóðvegi 1 með þeim afleiðingum að kona lét lífið. Vegagerðin segir að strax verði ráðist í að skoða hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir þessa hættu.
Að auki fjöllum við um Hönnunarmars sem verður settur í dag í sautjánda sinn. Fleiri en hundrað viðburðir eru á dagskrá víðsvegar um borg.
Í íþróttapakka dagsins er Bónusdeild karla í körfubolta til umfjöllunar en hún hefst í kvöld með leik Tindastóls og Keflavíkur.