Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 14:02 Tarantino ætlaði að gera mynd um bíógagnrýnanda á áttunda áratugnum en er hættur við. Nú skrifar hann framhald að Hollywood-mynd sinni sem David Fincher mun leikstýra. Getty David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. Variety fjallar um framhaldsmyndina tilvonandi sem er ekki enn komin með nafn en er komin í framleiðslu hjá Netflix. Fréttirnar eru merkilegar fyrir nokkrar sakir. Í fyrsta lagi þykir fregn að jafnstórt nafn og Fincher leikstjóri skuli leikstýra framhaldi á mynd annars stórs leikstjóra. Í öðru lagi þykir ansi óvenjulegt að myndin skuli færast frá kvikmyndastúdíóinu Sony yfir til streymisveitunnar. Sony gaf út Once Upon a Time in Hollywood árið 2019 en Tarantino samdi þannig að hann fengi eignarhald á kvikmyndaréttinum að nokrum árum liðnum. Af fréttunum að dæma virðist greinilegt að hann hefur endurheimt réttindin frá stúdíóinu. Kvikmyndagagnrýnandi hjá klámblaði Myndin kemur til í kjölfar þess að Tarantino hætti við að gera sína tíundu og síðustu mynd, Kvikmyndagagnrýnandann. Leikstjórinn var búinn að skrifa handrit myndarinnar sem átti að fjalla um kvikmyndagagnrýnanda hjá klámtímariti á áttunda áratugnum. Brad Pitt átti að leika gagnrýnandann og hafði sá orðrómur gengið að þar væri fyrrnefndur Booth á ferðinni. Nú er ljóst að Pitt mun snúa aftur sem áhættuleikarinn Booth, hlutverk sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir 2019. Myndin mun einnig sameina krafta þeirra Pitt og Fincher á ný en þeir hafa áður gert myndirnar Se7en, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button saman. Langt er um liðið síðan Tarantino leikstýrði ekki eigin handriti en hann hefur gert það þrisvar: þegar Tony Scott leikstýrði True Romance árið 1993, Oliver Stone leikstýrði Natural Born Killers árið 1994 og þegar Robert Rodriguez leikstýrði From Dusk till Dawn árið 1993. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Variety fjallar um framhaldsmyndina tilvonandi sem er ekki enn komin með nafn en er komin í framleiðslu hjá Netflix. Fréttirnar eru merkilegar fyrir nokkrar sakir. Í fyrsta lagi þykir fregn að jafnstórt nafn og Fincher leikstjóri skuli leikstýra framhaldi á mynd annars stórs leikstjóra. Í öðru lagi þykir ansi óvenjulegt að myndin skuli færast frá kvikmyndastúdíóinu Sony yfir til streymisveitunnar. Sony gaf út Once Upon a Time in Hollywood árið 2019 en Tarantino samdi þannig að hann fengi eignarhald á kvikmyndaréttinum að nokrum árum liðnum. Af fréttunum að dæma virðist greinilegt að hann hefur endurheimt réttindin frá stúdíóinu. Kvikmyndagagnrýnandi hjá klámblaði Myndin kemur til í kjölfar þess að Tarantino hætti við að gera sína tíundu og síðustu mynd, Kvikmyndagagnrýnandann. Leikstjórinn var búinn að skrifa handrit myndarinnar sem átti að fjalla um kvikmyndagagnrýnanda hjá klámtímariti á áttunda áratugnum. Brad Pitt átti að leika gagnrýnandann og hafði sá orðrómur gengið að þar væri fyrrnefndur Booth á ferðinni. Nú er ljóst að Pitt mun snúa aftur sem áhættuleikarinn Booth, hlutverk sem hann fékk Óskarsverðlaun fyrir 2019. Myndin mun einnig sameina krafta þeirra Pitt og Fincher á ný en þeir hafa áður gert myndirnar Se7en, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button saman. Langt er um liðið síðan Tarantino leikstýrði ekki eigin handriti en hann hefur gert það þrisvar: þegar Tony Scott leikstýrði True Romance árið 1993, Oliver Stone leikstýrði Natural Born Killers árið 1994 og þegar Robert Rodriguez leikstýrði From Dusk till Dawn árið 1993.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira