Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar 2. apríl 2025 18:30 Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. Margar konur óska sjálfar eftir dvöl fyrir sig og börnin sín. Aðrar koma eftir hvatningu frá fagfólki í velferðar- og heilbrigðiskerfinu og svo er hópur sem kemur í athvarfið eftir útkall lögreglu. Mæðurnar og börnin eiga það sameiginlegt að upplifa óöryggi og óvissu eftir að koma úr umhverfi og álagi sem engin ætti að þurfa að búa við. Heimilisofbeldi getur haft alvarleg og langvarandi áhrif á börn. Áhrifin eru á líkamlega og andlega heilsu barna, líðan í skóla og félagslega stöðu. Rannsóknir sýna að þessi alvarlegu áhrif geta komið fram þótt börnin sjálf verði ekki fyrir beinu ofbeldi eða verði vitni af ofbeldi. Að heyra þegar einhver er beittur ofbeldi, sjá ummerki eftir ofbeldi og skynja spennu og ótta sem myndast þar sem ofbeldi er beitt getur valdið skaða. Oftar en ekki sitja börnin ein með þá erfiðu reynslu, hafa áhyggjur og þora ekki að segja frá. Yngri börn sem ekki hafa þroska til að skilja hvað gengur á skynja samt alvarleika ástandsins og upplifa óöryggi og ótta sem getur haft alvarleg áhrif á þroska þeirra og líðan. Algengt er að börn sem búa við heimilisofbeldi kenni sér um atvik sem koma upp og taki þannig ábyrgð á ástandinu. Þau geta líka upplifað mikla ábyrgð gagnvart þolanda ofbeldisins. Þau reyna að vernda og hugga þolandann sem og systkini. Stundum upplifa börnin mikla togstreitu og erfiðar tilfinningar, því sá sem beitir ofbeldinu er oft einhver sem á sér góðar hliðar og þeim þykir vænt um. Börn sem búa við heimilisofbeldi reyna oft að hafa hægt um sig og eru hrædd um að ýta undir frekari deilur eða ofbeldi. Algengt er að börn sem búa við heimilisofbeldi séu félagslega einangruð, taki síður þátt í tómstundastarfi og bjóði vinum sjaldan heim. Á síðasta ári dvöldu 105 börn í Kvennaathvarfinu í Reykjavík og 12 börn í Kvennaathvarfinu á Akureyri. Meðalaldur barna í dvöl í Reykjavík var um 6 ár og 8 ár á Akureyri. Yngsta barnið sem dvaldi í athvörfunum var nokkurra vikna og það elsta rétt að verða 18 ára. Dvalartími barna í athvörfunum var misjafnlega langur en lengsta dvöl barns árið 2024 var 153 dagar. Í ágúst dvöldu flest börn á sama tíma í einu í athvarfinu í Reykjavík en um tíma voru þar 22 börn. Þá reyndi mikið á aðstöðu athvarfsins en búið var um rúm í öllum mögulegum rýmum og leik- og viðtalsherbergi notuð um tíma sem svefnaðstaða. Þessa daga var skortur á plássi og sameiginlegum rýmum en allt gekk þetta upp með samstöðu starfskvenna, dvalarkvenna og ekki síst barna. Mikilvægi starfsemi kvennaathvarfsins fyrir börn Kvennaathvarfið var opnað fyrir 43 árum og hefur síðan veitt mæðrum sem búa við heimilisofbeldi öruggt skjól. Frá upphafi hefur verið lagt upp með að taka vel á móti börnum sem fylgja mæðrum sínum í dvöl og reynt að gera dvölina í athvarfinu eins góða og mögulegt er. Eftir því sem meðvitund og þekking um áhrif heimilisofbeldis á börn hefur aukist, hafa starfskonur Kvennaathverfsins lagt sig fram við að bæta faglega þjónustu við börnin og mæður þeirra. Það er meðal annars áhersla á mikilvægi þess að börnin fái rödd þegar verið er að vinna með stöðu þeirra og líðan. Frá árinu 2020 hefur verið starfandi sérstakur barnaráðgjafi í athvarfinu í Reykjavík sem gegnir því hlutverki að halda utan um mál allra barna í dvöl, meta stöðu þeirra, líðan og vinna sérstaklega með þeirra aðstæður. Oft þarf að vinna með og leiðbeina mæðrum í tengslum við þessa þætti og í sumum tilfellum þarf að hjálpa við að byggja upp samband mæðra við börnin sín, efla tengsl og veita þeim verkfæri til að feta næstu skref með börnunum í átt að betri framtíð. Markmið starfskvenna Kvennaathvarfins er að börnin og mæður þeirra finnist þau velkomin og upplifi að þau séu komin á góðan og öruggan stað. Aðbúnaður barna er skoðaður og reynt að bregðast við því ef eitthvað vantar uppá. Í athvarfinu er leitast við að skapa heimilislega stemningu. Einföldu hlutirnir eru sérstaklega mikilvægir, fastir matmálstímar, fullur ísskápur og góður bökunarilmur í eldhúsinu, þegar að veröldin virðist á hvolfi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir að ákveðið var að ráða húsmóður í Kvennaathvarfið fyrir nokkrum árum. Húsmóðirin er nánast undantekningarlaust í uppáhaldi barna í dvöl, enda er eldhúsið griðastaðurinn sem nærir bæði líkama og sál. Það getur verið erfitt fyrir börn að fara úr sinni rútínu, sérstaklega ef dvalið er í lengri tíma í athvarfinu. Það hjálpar því börnum mikið ef þau geta haldið skólagöngu áfram í sínu umhverfi, hvort sem er í skóla eða leikskóla. Á hverju ári eru alltaf einhver börn sem geta ekki sótt skóla þar sem þau eru ekki örugg eða of langt er í þeirra skólaumhverfi. Þá er reynt að aðstoða mæður við að setja upp rútínu fyrir börnin í athvarfslífinu. Börnin hafa aðgang að ýmiskonar afþreyingu. Sérstakt leikherbergi er í athvarfinu þar sem vel fer um börn og hægt er að eiga góðar samverustundir. Í Kvennaathvarfinu er öllum uppbrots og tyllidögum fagnað og tækifærin gripin þegar þau gefast fyrir skemmtilegar stundir. Kvennaathvarfið hefur notið gjafmildis fyrirtækja sem bjóða upp á fjölskylduafþreyingu í gegnum tíðina sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða upp á ýmiskonar uppbrot og skemmtilegar samverustundir fyrir mæður og börn. Færum við þeim fyrirtækjum sem hafa stutt okkur bestu þakkir og vonumst eftir því að fá að njóta áframhaldandi stuðnings þeirra sem geta boðið börnum að upplifa gleðilegar stundir og skapa góðar minningar. Hvaða þýðingu hefur bygging nýs Kvennaathvarfs fyrir börn í dvöl? Samtök um Kvennaathvarf byggja nú nýtt Kvennaathvarf. Með þeirri framkvæmd gjörbreytist aðstaðan fyrir börn sem dveljast í athvarfinu og fleiri tækifæri skapast til að þróa þjónustuna við konur og börn. Í nýju húsnæði verður betur hægt að mæta þörfum barna og mæðra með fatlanir, eða sérstakar þarfir, þar sem aðgengismál hafa verið hönnuð með þarfir ólíkra hópa í huga. Nýja Kvennaathvarfið verður sérstaklega hannað utan um starfsemina en stuðst hefur verið við þá áralöngu reynslu sem skapast hefur innan veggja athvarfsins og eins og áður er markmið starfskvenna að skapa hlýlegt heimili. Í nýju athvarfi verða fleiri herbergi sem rúma mæður með börn og meira almennt rými fyrir samveru, leik og lærdóm. Þar verða einnig tvö leikherbergi til að mæta þörfum bæði yngri og eldri barna og í garðinum verður hægt að njóta útiveru í öruggu umhverfi. Gjörbreyting verður á allri viðtalsaðstöðu í nýju Kvennaathvarfi. Barnastarfið mun fá meira rými og veitir það tækifæri til að þróa starfið enn frekar og halda áfram að bæta þjónustu við mæður og börn. Mikilvægt er að við sem samfélag grípum vel börn sem flýja þurfa heimili sín vegna ofbeldis. Dvölin í Kvennaathvarfinu markar einungis fáein spor á þeirra löngu vegferð, en þar gefst þó tækifæri til að taka vel utanum börnin og hjálpa þeim að finna fyrir öryggi og traust. Við hjá Kvennaathvarfinu höfum í gegnum öll þessi ár fundið fyrir ótrúlegum stuðningi og samhug í samfélaginu. Það er okkar reynsla að ef börnum athvarfsins vantar eitthvað þá er samfélagið fljótt að bregðast við. Í gegnum árin hefur Kvennaathvarfið verið að safna fyrir byggingu nýs athvarfs. Nú hafa Á allra vörum hrundið af stað söfnunarátaki til að aðstoða við loka fjármögnun framkvæmdanna. Með því að styðja við söfnunina er hægt að þátt í að klára byggingu nýs Kvennaathvarfs og tryggja öruggt skjól fyrir konur og börn í húsnæði sem rúmar starfssemina vel. Höfundur er verkefnastýra barnastarfs í Kvennaathvarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Kvennaathvarfið Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. Margar konur óska sjálfar eftir dvöl fyrir sig og börnin sín. Aðrar koma eftir hvatningu frá fagfólki í velferðar- og heilbrigðiskerfinu og svo er hópur sem kemur í athvarfið eftir útkall lögreglu. Mæðurnar og börnin eiga það sameiginlegt að upplifa óöryggi og óvissu eftir að koma úr umhverfi og álagi sem engin ætti að þurfa að búa við. Heimilisofbeldi getur haft alvarleg og langvarandi áhrif á börn. Áhrifin eru á líkamlega og andlega heilsu barna, líðan í skóla og félagslega stöðu. Rannsóknir sýna að þessi alvarlegu áhrif geta komið fram þótt börnin sjálf verði ekki fyrir beinu ofbeldi eða verði vitni af ofbeldi. Að heyra þegar einhver er beittur ofbeldi, sjá ummerki eftir ofbeldi og skynja spennu og ótta sem myndast þar sem ofbeldi er beitt getur valdið skaða. Oftar en ekki sitja börnin ein með þá erfiðu reynslu, hafa áhyggjur og þora ekki að segja frá. Yngri börn sem ekki hafa þroska til að skilja hvað gengur á skynja samt alvarleika ástandsins og upplifa óöryggi og ótta sem getur haft alvarleg áhrif á þroska þeirra og líðan. Algengt er að börn sem búa við heimilisofbeldi kenni sér um atvik sem koma upp og taki þannig ábyrgð á ástandinu. Þau geta líka upplifað mikla ábyrgð gagnvart þolanda ofbeldisins. Þau reyna að vernda og hugga þolandann sem og systkini. Stundum upplifa börnin mikla togstreitu og erfiðar tilfinningar, því sá sem beitir ofbeldinu er oft einhver sem á sér góðar hliðar og þeim þykir vænt um. Börn sem búa við heimilisofbeldi reyna oft að hafa hægt um sig og eru hrædd um að ýta undir frekari deilur eða ofbeldi. Algengt er að börn sem búa við heimilisofbeldi séu félagslega einangruð, taki síður þátt í tómstundastarfi og bjóði vinum sjaldan heim. Á síðasta ári dvöldu 105 börn í Kvennaathvarfinu í Reykjavík og 12 börn í Kvennaathvarfinu á Akureyri. Meðalaldur barna í dvöl í Reykjavík var um 6 ár og 8 ár á Akureyri. Yngsta barnið sem dvaldi í athvörfunum var nokkurra vikna og það elsta rétt að verða 18 ára. Dvalartími barna í athvörfunum var misjafnlega langur en lengsta dvöl barns árið 2024 var 153 dagar. Í ágúst dvöldu flest börn á sama tíma í einu í athvarfinu í Reykjavík en um tíma voru þar 22 börn. Þá reyndi mikið á aðstöðu athvarfsins en búið var um rúm í öllum mögulegum rýmum og leik- og viðtalsherbergi notuð um tíma sem svefnaðstaða. Þessa daga var skortur á plássi og sameiginlegum rýmum en allt gekk þetta upp með samstöðu starfskvenna, dvalarkvenna og ekki síst barna. Mikilvægi starfsemi kvennaathvarfsins fyrir börn Kvennaathvarfið var opnað fyrir 43 árum og hefur síðan veitt mæðrum sem búa við heimilisofbeldi öruggt skjól. Frá upphafi hefur verið lagt upp með að taka vel á móti börnum sem fylgja mæðrum sínum í dvöl og reynt að gera dvölina í athvarfinu eins góða og mögulegt er. Eftir því sem meðvitund og þekking um áhrif heimilisofbeldis á börn hefur aukist, hafa starfskonur Kvennaathverfsins lagt sig fram við að bæta faglega þjónustu við börnin og mæður þeirra. Það er meðal annars áhersla á mikilvægi þess að börnin fái rödd þegar verið er að vinna með stöðu þeirra og líðan. Frá árinu 2020 hefur verið starfandi sérstakur barnaráðgjafi í athvarfinu í Reykjavík sem gegnir því hlutverki að halda utan um mál allra barna í dvöl, meta stöðu þeirra, líðan og vinna sérstaklega með þeirra aðstæður. Oft þarf að vinna með og leiðbeina mæðrum í tengslum við þessa þætti og í sumum tilfellum þarf að hjálpa við að byggja upp samband mæðra við börnin sín, efla tengsl og veita þeim verkfæri til að feta næstu skref með börnunum í átt að betri framtíð. Markmið starfskvenna Kvennaathvarfins er að börnin og mæður þeirra finnist þau velkomin og upplifi að þau séu komin á góðan og öruggan stað. Aðbúnaður barna er skoðaður og reynt að bregðast við því ef eitthvað vantar uppá. Í athvarfinu er leitast við að skapa heimilislega stemningu. Einföldu hlutirnir eru sérstaklega mikilvægir, fastir matmálstímar, fullur ísskápur og góður bökunarilmur í eldhúsinu, þegar að veröldin virðist á hvolfi. Þetta er einmitt ástæðan fyrir að ákveðið var að ráða húsmóður í Kvennaathvarfið fyrir nokkrum árum. Húsmóðirin er nánast undantekningarlaust í uppáhaldi barna í dvöl, enda er eldhúsið griðastaðurinn sem nærir bæði líkama og sál. Það getur verið erfitt fyrir börn að fara úr sinni rútínu, sérstaklega ef dvalið er í lengri tíma í athvarfinu. Það hjálpar því börnum mikið ef þau geta haldið skólagöngu áfram í sínu umhverfi, hvort sem er í skóla eða leikskóla. Á hverju ári eru alltaf einhver börn sem geta ekki sótt skóla þar sem þau eru ekki örugg eða of langt er í þeirra skólaumhverfi. Þá er reynt að aðstoða mæður við að setja upp rútínu fyrir börnin í athvarfslífinu. Börnin hafa aðgang að ýmiskonar afþreyingu. Sérstakt leikherbergi er í athvarfinu þar sem vel fer um börn og hægt er að eiga góðar samverustundir. Í Kvennaathvarfinu er öllum uppbrots og tyllidögum fagnað og tækifærin gripin þegar þau gefast fyrir skemmtilegar stundir. Kvennaathvarfið hefur notið gjafmildis fyrirtækja sem bjóða upp á fjölskylduafþreyingu í gegnum tíðina sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða upp á ýmiskonar uppbrot og skemmtilegar samverustundir fyrir mæður og börn. Færum við þeim fyrirtækjum sem hafa stutt okkur bestu þakkir og vonumst eftir því að fá að njóta áframhaldandi stuðnings þeirra sem geta boðið börnum að upplifa gleðilegar stundir og skapa góðar minningar. Hvaða þýðingu hefur bygging nýs Kvennaathvarfs fyrir börn í dvöl? Samtök um Kvennaathvarf byggja nú nýtt Kvennaathvarf. Með þeirri framkvæmd gjörbreytist aðstaðan fyrir börn sem dveljast í athvarfinu og fleiri tækifæri skapast til að þróa þjónustuna við konur og börn. Í nýju húsnæði verður betur hægt að mæta þörfum barna og mæðra með fatlanir, eða sérstakar þarfir, þar sem aðgengismál hafa verið hönnuð með þarfir ólíkra hópa í huga. Nýja Kvennaathvarfið verður sérstaklega hannað utan um starfsemina en stuðst hefur verið við þá áralöngu reynslu sem skapast hefur innan veggja athvarfsins og eins og áður er markmið starfskvenna að skapa hlýlegt heimili. Í nýju athvarfi verða fleiri herbergi sem rúma mæður með börn og meira almennt rými fyrir samveru, leik og lærdóm. Þar verða einnig tvö leikherbergi til að mæta þörfum bæði yngri og eldri barna og í garðinum verður hægt að njóta útiveru í öruggu umhverfi. Gjörbreyting verður á allri viðtalsaðstöðu í nýju Kvennaathvarfi. Barnastarfið mun fá meira rými og veitir það tækifæri til að þróa starfið enn frekar og halda áfram að bæta þjónustu við mæður og börn. Mikilvægt er að við sem samfélag grípum vel börn sem flýja þurfa heimili sín vegna ofbeldis. Dvölin í Kvennaathvarfinu markar einungis fáein spor á þeirra löngu vegferð, en þar gefst þó tækifæri til að taka vel utanum börnin og hjálpa þeim að finna fyrir öryggi og traust. Við hjá Kvennaathvarfinu höfum í gegnum öll þessi ár fundið fyrir ótrúlegum stuðningi og samhug í samfélaginu. Það er okkar reynsla að ef börnum athvarfsins vantar eitthvað þá er samfélagið fljótt að bregðast við. Í gegnum árin hefur Kvennaathvarfið verið að safna fyrir byggingu nýs athvarfs. Nú hafa Á allra vörum hrundið af stað söfnunarátaki til að aðstoða við loka fjármögnun framkvæmdanna. Með því að styðja við söfnunina er hægt að þátt í að klára byggingu nýs Kvennaathvarfs og tryggja öruggt skjól fyrir konur og börn í húsnæði sem rúmar starfssemina vel. Höfundur er verkefnastýra barnastarfs í Kvennaathvarfinu.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun