Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 17:02 Mike Myers á Anfield, heimavelli Liverpool, í pósu karaktersins Dr. Evil sem hann gerði ódauðlegan í Austin Powers-myndunum í kringum aldamót. Twitter Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira