Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2025 16:00 Félaginu er ætlað að stuðla að sjálfbærum almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar. Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið. Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef borgarinnar segir að tilgangur félagsins, sem beri heitið Almenningssamgöngur ohf., sé að annast þróun, skipulag og rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með sjálfbærni að leiðarljósi. Reksturinn taki jafnt til leiðakerfis hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Ríkið borgar þriðjung Reykjavíkurborg verði stærsti hluthafi nýs félags. Skiptingin verður með þeim hætti að Reykjavíkurborg leggur fram 37,72 prósent í stofnfé, Ríkissjóður Íslands 33 prósent, Kópavogur 10,69 prósent, Hafnarfjörður 8,41 prósent, Garðabær 5,31 prósent, Mosfellsbær 3,65 prósent og Seltjarnarnesbær 1,22 prósent. Nánar tiltekið leggi borgin hlutafélaginu til stofnfé að fjárhæð 377,2 milljónum króna, sem greiðist í átta mánaðarlegum greiðslum frá 1. maí. Stofnféð verði fjármagnað með lækkun á áætluðu rekstrarframlagi til Strætó bs. um sömu fjárhæð. Í bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til borgarinnar komi fram að gert sé ráð fyrir að málið verði afgreitt hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þessum mánuði. Stýrihópur unnið að stofnun síðan í desember Í uppfærðum Samgöngusáttmála frá því í ágúst síðastliðnum hafi ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gert með sér samkomulag um að koma á fót félagi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Stýrihópur hafi unnið að stofnun þessa nýja félags frá því í desember 2024. Tillögur liggi nú fyrir, þar á meðal hluthafasamkomulag og samþykktir. Stefnt sé að því að félagið verði stofnað í lok apríl. Eftir stofnun félagsins verði skipað í stjórn félagsins og í framhaldinu unnið að frekari útfærslum, skipulagi félagsins, samningagerð og frekari áætlanagerð á vettvangi þess. Stuðli að sjálfbæru borgarsamfélagi Félagið muni meðal annars taka þátt í þróun uppbyggingar innviða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Betri samgöngur ohf. Tilgangur hins nýja opinbera hlutafélags sé enn fremur „að stuðla að hagkvæmum hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu, stuðla að því að loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnishlutlaust borgarsamfélag verði náð, stuðla að auknu umferðaröryggi og að tryggja skilvirkt samstarf milli ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um trausta umgjörð á uppbyggingu hágæða almenningssamgangna,“ eins og segir í samþykktum fyrir hlutafélagið.
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Borgarlína Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira