Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2025 20:22 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, fundaði með þingflokksformönnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2030 hefur verið frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Fyrirhugað er að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku en ekki er gert ráð fyrir því að frekari gögn verði veitt. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi í dag til að ræða athugasemdirnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sátu þingflokksformenn allra flokka fund með forseta til að ræða hvort og hvernig yrði komið til móts við kröfurnar. Stjórnarandstaðan hefur haft orð á því að mun minna af gögnum hafi fylgt fjármálaáætluninni núna samanborið við fyrri ár og þetta torveldi þingmönnum að leggja mat á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Til stóð að hefja þingfund að nýju eftir fund þingflokksformanna klukkan 20:15 í kvöld en í stað þess var þingfundi slitið. Þingfundur hefur verið boðaður á morgun. Ekki von á frekari gögnum Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að niðurstaða fundarins í kvöld hafi verið sú að þingmönnum yrði gefinn meiri tími til að rýna í þau gögn sem hafi verið lögð fram. Fulltrúar meirihlutans hafi ekki gefið til kynna að nánari gögn yrðu veitt til að bregðast við athugasemdum stjórnarandstöðunnar. „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti gögn voru sett fram núna í tengslum við fjármálaáætlunina. Það var mun naumar skammtað heldur en verið hefur sem gerði okkur mjög erfitt fyrir um að ræða við fagráðherrana um þeirra málaflokka.“ Til að mynda muni nokkuð hundruð blaðsíðum á þeim gögnum sem þingmenn hafi með þeirri fjármálaáætlun sem sé núna til umræðu og þeirri sem lögð var fram á síðasta ári. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það var niðurstaðan að frekari gögn verða ekki afhent þannig að við í stjórnarandstöðunni þurfum að leggjast yfir plaggið eins og það liggur fyrir núna og forma umræðu um það á þeim grunni.“ Bergþór telur að það hefði verið betra að hafa dýpri upplýsingar um það með hvaða hætti skattpeningum er varið og hvernig stjórnvöld ætli að ná sínum markmiðum, bæði varðandi útgjöld og sparnað. Hafi einnig komið fjármálaráðherra á óvart Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, segir gott að brugðist hafi verið við athugasemdum stjórnarandstöðunnar með frestun umræðu en áfram skorti gögn. Til að mynda sé ekki farið nánar í það í fjármálaáætluninni hvar ríkisstjórnin ætlar að ná fram hagræðingaráformum sínum. Mælikvarða vanti fyrir málefnasvið og óskað hafi verið eftir skýrara plani. Kallað hafi verið eftir því að frekari upplýsingar yrðu birtar um þróun útgjalda, forgangsröðun og áherslur eftir málefnasviðum fyrir komandi ár. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þetta er í fyrsta skipti sem ný ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun og þá er mjög mikilvægt að átta sig á áherslum hennar hvað þetta varðar, bæði útgjöld, hagræðingar og annað, og það liggur ekki fyrir,“ segir Ingibjörg. Þau hafi vísað til þess sem fram komi í greinargerð með frumvarpi til gildandi laga um opinber fjármál þar sem segi hvað eigi að koma fram í fjármálaáætlun. „Þar er sagt að til að forgangsröðun eftir málefnasviðum geti verið nægjanlegt markviss er nauðsynlegt að fyrir liggi heildstæð stefnumörkun eftir málefnasviðum, sem kemur ekki fram.“ „Við erum bara þakklát fyrir það að það hafi að minnsta kosti verið hlustað á okkur og umræðunni verið frestað. Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart og meðal annars fjármálaráðherra,“ segir Ingibjörg að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fyrirhugað er að áætlunin verði aftur tekin til umræðu í næstu viku en ekki er gert ráð fyrir því að frekari gögn verði veitt. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi í dag til að ræða athugasemdirnar. Forseti Alþingis féllst á þetta og sátu þingflokksformenn allra flokka fund með forseta til að ræða hvort og hvernig yrði komið til móts við kröfurnar. Stjórnarandstaðan hefur haft orð á því að mun minna af gögnum hafi fylgt fjármálaáætluninni núna samanborið við fyrri ár og þetta torveldi þingmönnum að leggja mat á fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Til stóð að hefja þingfund að nýju eftir fund þingflokksformanna klukkan 20:15 í kvöld en í stað þess var þingfundi slitið. Þingfundur hefur verið boðaður á morgun. Ekki von á frekari gögnum Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að niðurstaða fundarins í kvöld hafi verið sú að þingmönnum yrði gefinn meiri tími til að rýna í þau gögn sem hafi verið lögð fram. Fulltrúar meirihlutans hafi ekki gefið til kynna að nánari gögn yrðu veitt til að bregðast við athugasemdum stjórnarandstöðunnar. „Við gerðum alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti gögn voru sett fram núna í tengslum við fjármálaáætlunina. Það var mun naumar skammtað heldur en verið hefur sem gerði okkur mjög erfitt fyrir um að ræða við fagráðherrana um þeirra málaflokka.“ Til að mynda muni nokkuð hundruð blaðsíðum á þeim gögnum sem þingmenn hafi með þeirri fjármálaáætlun sem sé núna til umræðu og þeirri sem lögð var fram á síðasta ári. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það var niðurstaðan að frekari gögn verða ekki afhent þannig að við í stjórnarandstöðunni þurfum að leggjast yfir plaggið eins og það liggur fyrir núna og forma umræðu um það á þeim grunni.“ Bergþór telur að það hefði verið betra að hafa dýpri upplýsingar um það með hvaða hætti skattpeningum er varið og hvernig stjórnvöld ætli að ná sínum markmiðum, bæði varðandi útgjöld og sparnað. Hafi einnig komið fjármálaráðherra á óvart Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, segir gott að brugðist hafi verið við athugasemdum stjórnarandstöðunnar með frestun umræðu en áfram skorti gögn. Til að mynda sé ekki farið nánar í það í fjármálaáætluninni hvar ríkisstjórnin ætlar að ná fram hagræðingaráformum sínum. Mælikvarða vanti fyrir málefnasvið og óskað hafi verið eftir skýrara plani. Kallað hafi verið eftir því að frekari upplýsingar yrðu birtar um þróun útgjalda, forgangsröðun og áherslur eftir málefnasviðum fyrir komandi ár. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þetta er í fyrsta skipti sem ný ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun og þá er mjög mikilvægt að átta sig á áherslum hennar hvað þetta varðar, bæði útgjöld, hagræðingar og annað, og það liggur ekki fyrir,“ segir Ingibjörg. Þau hafi vísað til þess sem fram komi í greinargerð með frumvarpi til gildandi laga um opinber fjármál þar sem segi hvað eigi að koma fram í fjármálaáætlun. „Þar er sagt að til að forgangsröðun eftir málefnasviðum geti verið nægjanlegt markviss er nauðsynlegt að fyrir liggi heildstæð stefnumörkun eftir málefnasviðum, sem kemur ekki fram.“ „Við erum bara þakklát fyrir það að það hafi að minnsta kosti verið hlustað á okkur og umræðunni verið frestað. Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart og meðal annars fjármálaráðherra,“ segir Ingibjörg að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að hlé yrði gert á þingfundi til að ræða athugasemdir sem þeir hafa gert við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 3. apríl 2025 19:23