Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 10:18 Cruise laut höfði þegar hann minntist síns gamla félaga. AP Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“