Þar eru svarendur spurðir hversu hlynntir þeir eru boðuðum breytingum á veiðgjaldakerfinu og hvort þeir telji að útgerðin geti greitt meira í slík gjöld.
Einnig verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í gær fundaði með kollega sínum Marco Rubio í Brussel. Hún vill ekki fara náið út í hvað þau ræddu, en sgir að fyrstu samskipti lofi góðu.
Að auki segjum segjum við frá átaki sem Barnaheill standa fyrir í þessum mánuði og snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.
Í sportpakka dagsins er það svo landsleikur Íslands og Noregs sem verður til umfjöllunar en þær norsku eru ekki sérstaklega hrifnar af vallaraðstæðunum sem þeim er boðið upp á.