„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2025 19:24 Hildur Antonsdóttir átti fínan leik á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. Vísir/Anton Brink Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. „Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
„Já, ég myndi segja það. Að við tökum ekki þrjú stig úr þessum leik eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Hildur í viðtali í leikslok. „Við áttum mjög góð færi sem við hefðum getað nýtt. Alveg í lokin eigum við sláarskot og horn eftir horn. Þær voru bara orðnar stressaðar og farnar að tefja í lokin. Eitt stig, við tökum því, en við hefðum viljað þrjú.“ Hún segist einfaldlega ekki skilja hvernig íslenska liðinu tókst ekki að skora í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég skil ekki hvernig hann fór ekki inn þarna á tímabili. En við þurfum bara að nýta færin okkar og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú. Við erum að komast í ágætar stöður og það vantar kannski bara meiri ró á síðasta þriðjungi vallarins.“ Fimm breytingar voru gerðar á íslenska liðinu milli leikja og þá voru íslensku stelpurnar án fyrirliða síns, Glódísar Perlu Viggósdóttur. Hildur segir liðið þó hafa náð að leysa vel úr því. „Mér fannst dýnamíkin bara góð. Það er ótrúlega mikil samheldni í þessu liði og það skiptir ekki máli hverjar koma inn og hverjar detta út. Við erum bara eitt stórt lið með 23 leikmenn og það standa sig allar vel í hópnum.“ Þá segir hún mikilvægt að íslenska liðið taki með sér það jákvæða úr leik kvöldsins í næsta leik, sem er gegn Sviss hér á sama velli næstkomandi þriðjudag. „Ef við tökum þessa orku og það sem við vorum að gera í þessum leik með okkur í þann leik þá eigum við að taka þrjú stig á móti Sviss. Það er bara algjörlega þannig og við stefnum að því,“ sagði Hildur að lokum
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira