Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 08:29 Ráðherra með Eyjólfi. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans. Í ræðu Hönnu Katrínar kom fram að Eyjólfur hefði haft mikil áhrif á samfélagið og þjóðlífið með sterkum hugmyndum, kraftmiklum nýjungum og kynnt Íslendinga fyrir gæðahönnun síðustu fimmtíu ár. Þá þakkaði hún honum fyrir ómetanlegt framlag og drifkraft í þágu íslenskrar hönnunar. „Með áratugalangri elju, framsýni og sköpunarkrafti hefur Eyjólfur Pálsson sannað sig sem einn mikilvægasta talsmann hönnunar á Íslandi. Arfleifð hans í íslenskri hönnunarsögu er ómetanleg, enda hefur starf hans haft áhrif langt út fyrir hans eigin fyrirtæki og náð að móta hönnunarmenningu þjóðarinnar,“ sagði Hanna Katrín við þetta tilefni. Eyjólfur flutti sjálfa stutta ræðu, og ítrekaði hversu mikill heiður væri að taka á móti viðurkenningu á tímamótum. Hann hefði fyrst og síðast reynt að gera fallega hönnun hluta af daglegu lífi okkar allra, hönnun sem blandar saman fagurfræði, gæðum og notagildi. „Þegar ég lít til baka yfir þennan langa og lærdómsríka feril, sé ég ekki bara árin sem liðin eru, heldur þá fjölmörgu einstaklinga sem hafa lagt hönd á plóg. Ég hef oft hugsað starf okkar eins og sinfóníuhljómsveit. Ég hef verið svo lánsamur að stofna hljómsveitina og vera hljómsveitarstjórinn lengst af, sá sem stýrir og stillir saman og velur verkin sem flytja skal. En einsog þið þekkið er engin hljómsveit bara stjórinn einn. Okkar frábæra starfsfólk, ráðgjafar, vinir og velunnarar eru tónlistarfólk í fremstu röð, hvert og eitt með sitt einstaka hljóðfæri og hæfileika. Og svo eru það hönnuðirnir: Tónskáldin, sem skapa þau stef sem við fáum að miðla til heimsins,“ sagði Eyjólfur. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Í ræðu Hönnu Katrínar kom fram að Eyjólfur hefði haft mikil áhrif á samfélagið og þjóðlífið með sterkum hugmyndum, kraftmiklum nýjungum og kynnt Íslendinga fyrir gæðahönnun síðustu fimmtíu ár. Þá þakkaði hún honum fyrir ómetanlegt framlag og drifkraft í þágu íslenskrar hönnunar. „Með áratugalangri elju, framsýni og sköpunarkrafti hefur Eyjólfur Pálsson sannað sig sem einn mikilvægasta talsmann hönnunar á Íslandi. Arfleifð hans í íslenskri hönnunarsögu er ómetanleg, enda hefur starf hans haft áhrif langt út fyrir hans eigin fyrirtæki og náð að móta hönnunarmenningu þjóðarinnar,“ sagði Hanna Katrín við þetta tilefni. Eyjólfur flutti sjálfa stutta ræðu, og ítrekaði hversu mikill heiður væri að taka á móti viðurkenningu á tímamótum. Hann hefði fyrst og síðast reynt að gera fallega hönnun hluta af daglegu lífi okkar allra, hönnun sem blandar saman fagurfræði, gæðum og notagildi. „Þegar ég lít til baka yfir þennan langa og lærdómsríka feril, sé ég ekki bara árin sem liðin eru, heldur þá fjölmörgu einstaklinga sem hafa lagt hönd á plóg. Ég hef oft hugsað starf okkar eins og sinfóníuhljómsveit. Ég hef verið svo lánsamur að stofna hljómsveitina og vera hljómsveitarstjórinn lengst af, sá sem stýrir og stillir saman og velur verkin sem flytja skal. En einsog þið þekkið er engin hljómsveit bara stjórinn einn. Okkar frábæra starfsfólk, ráðgjafar, vinir og velunnarar eru tónlistarfólk í fremstu röð, hvert og eitt með sitt einstaka hljóðfæri og hæfileika. Og svo eru það hönnuðirnir: Tónskáldin, sem skapa þau stef sem við fáum að miðla til heimsins,“ sagði Eyjólfur.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira