Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 09:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. „Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
„Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira