Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 22:20 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Elon Musk segir að ákjósanlegt væri að viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna verði tollalaus og að hægt verði að gera einhverskonar fríverslunarsamning. Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann. Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Þetta kom fram í myndbandsávarpi Musks á fundi stjórnmálaflokksins Bandalagsins (i. Lega) á Ítalíu, þar sem formaður flokksins, Matteo Salvini, spurði hann meðal annars út í tollamálin. Bandalagið er þjóðernissinnaður hægri flokkur sem er í ríkisstjórn á Ítalíu ásamt tveimur öðrum hægri flokkum, Bræðralagi Ítalíu og Forza Italia. Musk, sem stýrir bandarísku hagræðingar- og niðurskurðarstofnuninni DOGE og er náinn samstarfsmaður Trumps, hefur talað vel bæði um Bræðralag Ítalíu flokk forsætisráðherrans Giorgiu Meloni, og Bandalagið (Lega). Vill fríverslun og aukið atvinnufrelsi „Ég vona að menn séu sammála um að best væri að viðskipti milli Bandaríkjanna og Evrópu myndu þróast í átt að tollaleysi, og að til verði einhverskonar fríverslunarsvæði milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Musk. Þá sagðist hann einnig vilja sjá aukið ferða- og atvinnufrelsi milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Ef fólk vill vinna í Evrópu eða Norður-Ameríku, finnst mér að það ætti að vera hægt. Þetta hefur verið mín ráðgjöf til forsetans,“ sagði Musk. Í dag byrjuðu tollverðir í Bandaríkjunum að innheimta tíu prósenta toll á allar vörur sem fluttar eru einn til Bandaríkjanna. Eftir viku munu tollarnir hækka enn frekar hjá 57 löndum. Tollar sem taka gildi gagnvart Evrópusambandinu verða 20 prósent. Giancarlo Giorgetti, fjármálaráðherra Ítalíu úr Bandalagsflokknum (Lega), hefur sagt að ríkisstjórn Ítalíu vilji leita lausna í tollamálunum, og varaði við því að fara leggja gagntolla á Bandaríkin og stuðla að frekari stigmögnun viðskiptastríðs. Viðskiptajöfnuður milli Bandaríkjanna og Ítalíu er Ítalíu í hag. Elon Musk hjólaði í Peter Navarro, einn ráðgjafa Trumps í tollamálum, í nokkrum færslum á X í dag. Þar birtist stutt myndband þar sem Peter, sem er með doktorsgráðu í hagfræði frá Harvard, færði rök fyrir því að nýir tollar ríkisstjórnarinnar væru skynsamlegir. Musk sagði meðal annars að doktorsgráða frá Harvard væri einskis virði. „Hann hefur ekki búið neitt til,“ sagði hann.
Ítalía Elon Musk Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53 Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann. 5. apríl 2025 19:48
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. 3. apríl 2025 09:53
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5. apríl 2025 16:41