„Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2025 07:02 Sveindís segist vona að þjálfaraskiptin hjá Wolfsburg setji hana í betri stöðu. Vísir Sveindís Jane Jónsdóttir segir að það hafi verið svekkjandi að ná ekki þremur stigum í leiknum gegn Noregi á föstudag. Hún ræddi einnig stöðu sína hjá félagsliðinu Wolfsburg en þjálfara liðsins var sagt upp á dögunum. Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Ágúst Orri Arnarson hitti Sveindísi Jane að máli á hóteli íslenska liðsins í gær en liðið er í miðjum undirbúningi fyrir leikinn gegn Sviss á morgun. Ísland gerði markalaust jafntefli gegn Noregi á föstudag. „Það var svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þremur stigum á föstudag en maður er búinn að fara yfir leikinn og það er fullt af jákvæðum punktum. Við tökum það með í næsta leik.“ „Við vorum að spila vel og höldum vel í boltann. Það var bara að koma boltanum í markið sem vantaði. Það var svekkjandi að ná ekki öllum þremur stigunum en það er bara að vinna Sviss í næsta leik.“ Hún sagði íslenska liðið þurfa að nýta færin sín betur. „Við ætlum bara að gera enn betur. Halda áfram að skapa okkur færi, það er það sem hefur vantað upp á síðkastið en við gerðum það vel á föstudag. Við ætlum að halda því áfram og klára einhver af þessum færum.“ Sveindís bætti við að búið væri að fara vel yfir leik svissneska liðsins. „Við mættum og fórum svo yfir leikinn sem þær spiluðu á móti Frakklandi. Við ætlum bara að halda áfram að gera okkar vel, halda áfram að sækja og skapa okkur færi. Þær eru mjög þéttar þannig að það verður erfitt að setja þetta fyrsta mark en ef það kemur þá held ég að við munum vinna þær. Reyna að halda áfram og verjast vel, við höfum verið að gera það vel.“ „Svo er bara að klára færin, búa til færi og fagna einhverju góðu eftir leik.“ „Vonandi setur hún mig í byrjunarliðið“ Tommy Stroot, þjálfari Wolfsburg, sagði starfi sínu lausu á dögunum. Sveindís hefur spilað minna á yfirstandandi tímabili en þau á undan. „Bara frábærlega, ég vona bara að ég fái að spila eitthvað meira en í síðustu leikjum. Ég held að aðstoðarþjálfarinn sem var með taki við og klári síðustu fjóra leikina. Vonandi hefur hún eitthvað meira að segja og setur mig í byrjunarliðið.“ „Ég fékk mjög mikið traust í byrjun og spilaði mjög mikið fyrsta árið sem ég var hérna. Ég hef ekkert slæmt að segja um hann nema þetta síðasta tímabil hefur ekki verið frábært fyrir mig, ég hef ekki verið að spila mikið. Ég vona bara að ég fái að spila eitthvað í síðustu leikjunum og svo sjáum við til.“ Sveindís sagðist njóta þess að vera með landsliðinu á Íslandi en í leiknum gegn Sviss mætir Sveindís ásamt öðrum leikmanni Íslands með nýja hárgreiðslu til leiks. „Það er alltaf gott að vera á Íslandi, manni líður alltaf frábærlega hér. Á milli æfinga og funda erum við bara að taka því rólega, spila og mjög margar. Við erum nánar og þetta er alltaf jafn gaman.“ Í viðtalinu var Sveindís spurð út í flétturnar sem hún var með, hvort hún hefði gert þær sjálf. „Nei, mamma mín gerði þetta, hún er geggjuð í þessu. Bara „shout out“ á mömmu. Takk fyrir þetta!“ „Hún fléttaði líka Natöshu [Anasi], hún er klár í þessu.“ Allt viðtalið við Sveindísi Jane má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Sveindísi Jane fyrir leikinn gegn Sviss
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira