Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. apríl 2025 13:02 Það hefði auðvitað verið verulega til bóta að stjórnvöld hefðu lagst í smá greiningarvinnu vegna áforma sinna um tvöföldun veiðigjalda. Þó ekki væri nema til þess að stjórnvöld sjálf, hefðu það þokkalega á hreinu hvað þau básúna yfir landið og miðin um hagstærðir í greininni. Eitt dæmi af ótal mörgum um glæpsamlega galnar rangfærslur stjórnvalda, er að hæstvirtur atvinnuráðherra gasar blygðunarlaust yfir lýðinn í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Stjórnarþingmenn og meðhlauparar þeirra, taka svo undir söng ráðherrans, í nafni sanngirni og réttlætis, um að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Ráðherrann og stjórnarliðar almennt, hefðu nú svosem ekki þurft að leggjast í þunga greiningarvinnu til þess að komast að því að fullyrðingin (bullyrðingin) um arðsemina, væri kolröng. Nóg hefði verið að heimsækja heimasíðu Hagstofunar til þess að glöggva sig á því rétta. Eins og myndin hér að neðan sýnir. Frasar eins og, "sátt um sjávarútveginn" og "sanngirni", eru bara hjóm eitt þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar fær ekki að njóta sannmælis í áróðursherferð stjórnvalda. En kannski stóð það líka aldrei til að greinin fengi að njóta sannmælis. Enda blákaldar staðreyndir sjaldan þeim hliðhollar, sem viljandi halla réttu máli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefði auðvitað verið verulega til bóta að stjórnvöld hefðu lagst í smá greiningarvinnu vegna áforma sinna um tvöföldun veiðigjalda. Þó ekki væri nema til þess að stjórnvöld sjálf, hefðu það þokkalega á hreinu hvað þau básúna yfir landið og miðin um hagstærðir í greininni. Eitt dæmi af ótal mörgum um glæpsamlega galnar rangfærslur stjórnvalda, er að hæstvirtur atvinnuráðherra gasar blygðunarlaust yfir lýðinn í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Stjórnarþingmenn og meðhlauparar þeirra, taka svo undir söng ráðherrans, í nafni sanngirni og réttlætis, um að arðsemi í sjávarútvegi sé tvöfalt meiri en í öðrum atvinnugreinum. Ráðherrann og stjórnarliðar almennt, hefðu nú svosem ekki þurft að leggjast í þunga greiningarvinnu til þess að komast að því að fullyrðingin (bullyrðingin) um arðsemina, væri kolröng. Nóg hefði verið að heimsækja heimasíðu Hagstofunar til þess að glöggva sig á því rétta. Eins og myndin hér að neðan sýnir. Frasar eins og, "sátt um sjávarútveginn" og "sanngirni", eru bara hjóm eitt þegar undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar fær ekki að njóta sannmælis í áróðursherferð stjórnvalda. En kannski stóð það líka aldrei til að greinin fengi að njóta sannmælis. Enda blákaldar staðreyndir sjaldan þeim hliðhollar, sem viljandi halla réttu máli. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun