Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 23:58 Erjur ofurstjarnanna tveggja rekja sig 21 ár aftur í tímann. Getty Poppstjarnan Madonna og rokkstjarnan Elton John segjast orðin vinir á ný eftir rúmlega tuttugu ára langar erjur þeirra á milli. Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna) Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Madonna birti mynd á Instagram í dag þar sem hún sagði þau loksins hafa grafið stríðsöxina. Hún hafi farið að sjá hann spila í skemmtiþættinum Saturday Night Live og ákveðið í lok þáttarins að fara baksviðs og ná á rokkarann. „Mér sárnaði að maður sem ég liti svo upp til skyldi deila því opinberlega hve illa honum líkaði við mig sem listamann,“ skrifar hún í færslunni. Erjur Madonnu og Eltons má rekja til Q-verðlaunahátíðarinnar árið 2004, þegar hann sakaði hana um að „mæma“ þegar hún flytti lögin sín, í þakkarræðu sinni fyrir klassísk lagasmíð. Síðan þá hafa þau skipst á úthúðunum um hvert annað opinberlega. Féllust í faðma Á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 2012 skaut Madonna Elton ref fyrir rass í flokknum besta frumsamda lag fyrir lagið Masterpiece úr myndinni W.E. en framlag Eltons var lagið Hello Hello úr myndinni Gnomeo & Juliet. Í viðtali á rauða dreglinum rétt fyrir verðlaunahátíðina sagði Elton Madonnu ekki eiga „séns í helvíti“ á að sigra hann. Eftir færslu Madonnu virðast þau þó hafa náð sáttum og grafið stríðsöxina, eins og hún orðar það, eftir að hafa mæst á setti SNL laugardaginn. „Þegar ég mætti honum var það fyrsta sem hann sagði við mig: Fyrirgefðu mér, og þar með hrundi veggurinn milli okkar. Fyrirgefning er áhrifaríkt fyrirbæri. Innan tíðar féllumst við í faðma,“ segir í færslu Madonnu. Þá sagði hún Elton hafa skrifað fyrir hana lag og beðið hana um samstarf. View this post on Instagram A post shared by Madonna (@madonna)
Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira