Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 18:57 Sagan segir að á gosskeiðum Reykjanesskagans verða flest eldstöðvakerfi skagans virk. Vísir/Vilhelm Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira