Af hverju má Asensio spila í kvöld? Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 14:31 Asensio fagnar marki gegn Club Brugge í síðasta mánuði. Hann hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum fyrir Aston Villa. AP Photo/Darren Staples Spánverjinn Marco Asensio hefur endurfæðst á nýjum stað með Aston Villa í Birmingham-borg. Hann er á láni frá franska stórliðinu PSG en þau lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Asensio á giftugri feril en margur í Meistaradeild Evrópu og naut góðs af því að vera samningsbundinn liði Real Madrid í tæpan áratug. Hann hefur unnið keppnina þrisvar sinnum, síðast árið 2022. Hann fór frá Real til PSG sumarið 2023 en gekk illa að festa sig í sessi. Unai Emery hafði elst við hann um hríð og náði loks að klófesta kappann í byrjun febrúar á þessu ári er hann kom á láni frá PSG. Asensio hefur spilað frábærlega í Birmingham og skorað átta mörk í ellefu leikjum í öllum keppnum. Fleiri mörk en hann skoraði á einu og hálfu ári með PSG. Áhugamenn um enska knattspyrnu eru ef til vill óvanir því að sjá lánsmenn spila gegn félagi sem þeir eru samningsbundnir. Enda er slíkt bannað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að Lomana LuaLua skoraði jöfnunarmark gegn liði sínu Newcastle þegar hann var lánsmaður hjá Portsmouth tímabilið 2003-04 var slík reglugerð samþykkt á Englandi. Vegna hennar getur Marcus Rashford til að mynda ekki leikið fyrir Aston Villa gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þegar liðin eigast við í maí. Eitt lið getur ekki haft áhrif á leikmenn annars UEFA fer eftir öðrum reglum. Reglur þess segja til um að félög megi ekki koma í veg fyrir, á neinn hátt, að leikmenn spili fyrir önnur félög. Vegna þeirra reglna mætti Aston Villa eigin lánsmanni, Samuel Iling-Junior, er það mætti Bologna fyrr í vetur. Phillippe Coutinho skoraði tvö mörk fyrir Bayern Munchen er liðið vann frægan 8-2 sigur á Barcelona, sem þá hann var þá samningsbundinn, árið 2020. Thibaut Courtois hjálpaði þá Atlético Madrid að slá Chelsea úr keppni í undanúrslitum keppninnar árið 2014. Hann var þá lánsmaður hjá Atlético frá Chelsea. Enska félagið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku hans með því að skuldbinda Atlético til að greiða Chelsea aukalega í hvert skipti sem hann mætti þeim bláklæddu en UEFA, í samræmi við ofangreindar reglur sambandsins, ógilti allar slíkar klásúlur í lánssamningi félaganna. Munar um minna Asensio er því frjálst að spila gegn Paris Saint-Germain í kvöld og munar um minna fyrir reynslulítið Villa-lið að hafa margfaldan Meistaradeildarsigurvegara innan sinna raða. Asensio hefur skorað þrjú mörk í tveimur Meistaradeildarleikjum hingað til og virðist ljóst að Aston Villa muni gera allt til að festa kaup á kappanum í sumar. Þó er engin klásúla í lánssamningi liðanna um kaupverð. Asensio verður í það minnsta leikmaður Villa fram á sumarið og mun takast á við liðsfélaga sína í Parísarborg í kvöld. Leikur Paris Saint-Germain og Aston Villa hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma fer fram leikur Barcelona og Dortmund á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira