Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 15:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn á Þróttaravelli í gær. vísir/anton Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Þjóðadeildinni í fótbolta. Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00
„Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23