Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2025 14:31 Elísabet Gunnarsdóttir með trommukjuðana á lofti eftir sigurinn frábæra gegn Englandi í fyrrakvöld. Getty/Peter De Voecht „Hún barði trommuna í spað!“ sagði Janice Cayman, leikjahæsta landsliðskona Belgíu frá upphafi, um þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur eftir sigurfögnuðinn mikla á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira