Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 20:31 Landsréttur taldi það refsingu mæðgnanna ekki í samræmi við brotin. Vísir/Getty Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi. Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi.
Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41