Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 20:31 Landsréttur taldi það refsingu mæðgnanna ekki í samræmi við brotin. Vísir/Getty Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi. Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi.
Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41