Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 22:00 Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram. Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram.
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira