Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2025 21:00 Skjáskot úr myndbandi af vettvangi þar sem þyrlan hrapaði í Hudson-á. AP Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg. Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
AP hefur fjölda látinna eftir viðbragðsaðilum á vettvangi og CBS hefur eftir New York-lögreglu að búið sé að draga líka allra farþeganna sex úr vatninu. Slökkviliði New York-borgar barst tilkynning um að þyrla hefði lent í vatninu um 15:17 að staðartíma (19:17 að íslenskum tíma). Í kjölfarið var mikið viðbragð virkjað og er fjöldi viðbragðsaðilar á vettvangi, bæði á landi og bátar á ánni. Búið er að koma fólkinu úr ánni en þyrlan er þar enn. Brak sást falla úr þyrlunni áður en hún lenti í ánni Þyrlan er talin vera af gerðinni Bell 206L-4 LongRanger IV, sem getur rúmað allt að sjö farþega, og í einkaeign. Hún hrapaði við ströndina, við hlið bryggju 40, hinum megin við New Jersey. Eftir að þyrlan tók á loft flaug hún í átt að frelsisstyttunni, hélt síðan upp Hudson-ánna, sneri við eftir að hafa flogið yfir George Washington-brú og flaug þá meðfram Jersey-hlið árinnar áður en hún hrapaði til jarðar við Jersey-borg. Talið er að þyrlan hafi verið á lofti í um fimmtán mínútur áður en hún splundraðist og hrapaði til jarðar. Brak úr þyrlunni sást falla úr þyrlunni áður en hún brotlenti í ánni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur hafið rannsókn á slysinu. Fjöldi flugslysa í Bandaríkjunum síðustu mánuði Þyrlur og flugvélar eru ekki sjaldséðar yfir Manhattan, bæði einkaflugvélar og farþegaflugvélar. Fjöldi þyrlupalla er vítt og breitt um borgina og notfærir fjöldi forstjóra og efnameira fólks sér þyrlur til að komast á milli staða. Gegnum árin hafa þó nokkur flug- og þyrluslys orðið í borginni. Árið 2009 létust níu manns í árekstri flugvélar og ferðamannaþyrlu og fimm létust þegar þyrla hrapaði í Austurá í borginni. Þekktasta þyrluslys síðustu ára er án efa þegar einkaþyrla Kobe Bryant, fyrrverandi körfuboltamanns, hrapaði til jarðar í Calabassas í Kaliforníu með þeim afleiðingum að allir níu farþegar hennar létust, það á meðal Bryant og dóttir hans, Gigi. Töluvert hefur borið á flugslysum í Bandaríkjunum undanfarin misseri, 28 létust í flugslysi í Potomac-á í Washington-borg í janúar og sex létust þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu-borg.
Samgönguslys Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira