Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2025 09:02 Sasini lærði snemma að hún væri öðruvísi en aðrir íslenskir krakkar. Vísir/Anton Brink „Ég held að fólk átti sig ekki á því að kynþáttafordómar eru staðreynd á Íslandi – eða kannski vill fólk bara ekki horfast í augu við það. En við þurfum að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, tvítugur laganemi. Foreldrar Sasini eru frá Srí Lanka en Sasini er engu að síður fædd og uppalin á hér landi og talar reiprennandi íslensku. Á dögunum birti Sasini myndskeið á TikTok þar sem hún tjáði sig stuttlega um eigin upplifun af kynþáttafordómum á Íslandi. Hún var kornung þegar hún byrjaði fyrst að finna fyrir óþægilegu viðmóti og særandi athugasemdum vegna húðlitar síns. Hún lærði snemma að lifa með því. „Það er engin týpísk staðalímynd af því að vera Íslendingur. Það er ekki hægt að setja „label” á það að vera Íslendingur,“segir Sasini meðal annars í myndskeiðinu. @sasini.inga Heyrið, smá öðruvísi myndband en það sem ég er vön að pósta, en ég er að tala stuttlega um mína reynslu/upplifun á kynþáttafordómum á Íslandi, þar sem ég hef verið að finna fyrir þessu aðeins meira en vanalega undan farna daga, ég vona ég hsfi náð að fræða einhvern um þetta aðeins. #fyp #rasism #kynþáttafordómaráíslandi #fyrirþigsíða #fyrirþigvinur ♬ original sound - Sasini Inga Eina litaða stelpan í skólanum Foreldrar Sasini koma sem fyrr segir bæði frá Srí Lanka. Þau fluttu til Íslands árið 1997. „Mamma þekkti sem sagt konu sem var að vinna sem au pair og hún fékk aðstoð frá henni að koma hingað. En ástæðan fyrir því að þau ákváðu að koma hingað var aðallega sú að þau vildu gefa systur minni betra líf og betri aðstæður til að alast upp við. Þetta var bara eitt gott tækifæri sem kom rúllandi til þeirra og þau gátu ekki hafnað því. Á þessum tíma bjuggu þau ekki við jafn góðar aðstæður og þau gera í dag.“ Átta árum eftir að foreldrar Sasini fluttu til Íslands kom Sasini í heiminn. Hún ólst upp í Grafarvogi fyrstu árin. „Ég man ekki eftir að hafa fundið fyrir neinu neikvæðu í leikskóla, ég átti rosalega góða vini og ég bara elskaði Grafarvoginn. En síðan þegar ég var komin í annan bekk í grunnskóla þá ákváðu foreldrar mínir að flytja í Hafnarfjörðinn og þá fór ég í Hraunvallaskóla. Þá svona byrjaði ég að finna fyrir því að ég væri öðruvísi og að það væri komið öðruvísi fram við mig en aðra. Ég var auðvitað eina litaða manneskjan í skólanum- og líklega höfðu krakkarnir aldrei áður hitt litaða stelpu á sínum aldri. Það var ekki fyrr en ég var komin í fjórða eða fimmta bekk að það komu nokkrir aðrir nemendur af erlendum uppruna í skólann.“ Sasini segir að þó svo að hún hafi fæðst og alist upp á Íslandi þá hafi uppeldi hennar verið mótað af því að foreldrar hennar komu frá öðrum menningarheimi. Sasini segir að þó svo að hún hafi fæðst og alist upp á Íslandi þá hafi uppeldi hennar verið mótað af því að foreldrar hennar komu frá öðrum menningarheimi.Vísir/Anton Brink „Ég var með annan bakgrunn og ég ólst upp í öðruvísi umhverfi en aðrir krakkar. Foreldrar mínir vildu ala mig og systur mína upp á sama hátt og þau höfðu verið alin upp við. Þau voru til dæmis miklu strangari en margir aðrir foreldrar,“ segir hún en tekur jafnframt fram að uppeldið sem foreldrar hennar veittu henni hafi skilað hennari sterkari út í lífið; kennt henni þolinmæði og þrautseigju. Sasini minnist þess að hafa til að mynda verið „kúkur“ og „súkkulaði“ í skólanum. „Í fyrstu var þetta svo sem ekkert „hart“ eða gróft; meira svona djók hér og þar og einhverjar athugasemdir. Ég tók þetta ekki það mikið inn á mig á þessum tíma – en seinna meir fattaði ég að þetta var allt komið til út af kynþættinum mínum. Útlendingur í eigin landi Sasini minnist þess einnig að hafa reglulega fengið athugasemdir á borð við: „Af hverju ertu svona á litinn“ eða „Af hverju ertu svona brún á litinn“ og „Af hverju ertu svona brún en ert samt frá Íslandi?“ „Það var eins og margir ættu erfitt með trúa því að það væri hægt að fæðast á Íslandi og vera ekki hvítur á litinn. Ég kvartaði oft við foreldra mína, og kennarana í skólanum. Kennararnir þurftu oft að ræða við bekkinn og segja þeim að það væri enginn munur á mér og þeim, nema þá húðliturinn. Ég skildi ekki af hverju það var verið að gera grín að mér og af hverju fólk væri að horfa á mig. Ég upplifði þetta ekki bara í skólanum heldur líka þegar ég var úti á meðal fólks. Ég var kannski bara í Smáralindinni með mömmu og fann að fólk var að stara á mig og gefa mér augnaráð. Mamma og pabbi tóku spjall með mér og við ræddum þetta. Þau útskýrðu fyrir mér að við þyrftum að passa okkur aðeins meira en Íslendingar, haga okkur á ákveðinn hátt og ekki fara út fyrir ákveðinn ramma því þá væri horft á okkur. Eitt sumarið í grunnskóla, mig minnir að það hafi verið eftir 10. bekk, þá tók ég þátt í sumarstarfi hjá fimleikafélaginu í Hafnarfirði, ég var semsagt aðstoðarþjálfari í íþróttastarfi fyrir börn. Þá var ég mjög oft að fá spurningar frá krökkunum af hverju ég væri svona dökk á litinn. Sum þeirra vildu jafnvel ekki fá hjálp frá mér.“ Á þessum tíma var Sasini að vísu fyrir löngu komin með þykkan skráp. Hún var orðin vön því að upplifa sig sem útlending í eigin landi. Ég hætti í rauninni bara að taka þetta inn á mig. Ég vissi einfaldlega að ég væri öðruvísi, og ætti alltaf eftir að vera öðruvísi á meðan ég ætti heima á Íslandi. Sasini átti erfitt uppdráttar í grunnskóla.Vísir/Anton Brink Nýtt upphaf í FG Eftir útskrift úr grunnskóla fór Sasini í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þar upplifði hún annað viðmót en í grunnskóla og átti mun auðveldara með að falla inn í hópinn. „Það voru þrír eða fjórir aðrir litaðir nemendur í skólanum, sem er nú kannski ekki mikið, en fyrir mér var það hellingur. Ég var ekki lengur sú eina. Kosturinn við FG er að þar ertu ekki í bekk með sama fólkinu allan tímann heldur er fjölbrautakerfi. Þess vegna kynntist ég svo mörgum, og þar á meðal hinum lituðu krökkunum,“ segir Sasini. Hún bætir við að þegar hún hafi farið að spjalla við, og kynnast hinum lituðu nemendunum, hafi komið í ljós að þau höfðu mjög svipaða reynslu og hún; höfðu upplifað fordóma og orðið fyrir aðkasti vegna húðlitarins. Hún nefnir sem dæmi að á framhaldskólaárunum hafi hún unnið við aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Þar sinnti hún einstaklingum á áttræðis-níræðis-og tíðræðisaldri sem margir hverjir virtust ekki átta sig á því að lituð manneskja gæti vel verið íslensk og talað íslensku. Sumir neituðu að leyfa mér að hjálpa sér, og þá þurfti ég að kalla í einhvern annan starfsmann á vakt. Það kom mjög oft fyrir að fólkið talaði við mig á ensku, jafnvel þó ég tali reiprennandi íslensku. Sasini segir foreldra sína ekki heldur hafa farið varhluta af kynþáttafordómum í gegnum tíðina, og tekur reynslu föður síns sem dæmi. Hann er vagnstjóri hjá Strætó og hefur unnið þar síðastliðin ellefu ár. Sasini segist þrátt fyrir allt vera gífurlega þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp á Íslandi.Vísir/Anton Brink „Fólk gerir alltaf strax ráð fyrir því að hann sé útlendingur sem kunni ekki íslensku. Hann hefur oft lent í því að opna dyrnar fyrir fólki sem er búið að vera að bíða eftir strætó, fólk horfir á hann og hættir svo við að taka vagninn. Unglingar, ungir strákar eru oft rosalega dónalegir og mikið að rífa kjaft, og neita jafnvel að borga.“ Oft talin vera indversk Daginn áður en Sasini birti fyrrnefnt myndskeið á TikTok hafði hún birt annað myndskeið inni á miðlinum þar sem yfirsögnin var „Strákar fíla ekki vöðvamiklar stelpur.“ Einn einstaklingur skrifaði athugasemd undir myndskeiðið: „Ég fíla einmitt ekki indverskar stelpur.“ „Þetta var svona komment sem var alveg augljóslega beint að kynþættinum mínum,” segir Sasini. Þetta var svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem hún lenti í því að vera talin indversk. „Ég hef rosalega oft verið spurð hvort ég komi frá Indlandi. Það eru ekkert allir sem gera sér grein fyrir því að Indland og Srí Lanka eru algjörlega aðskilin, hvort um sig með sína menningu, forsögu, hefðir og tungumál. Þetta er svona eins og að bera saman Íslendinga og Dani.“ Tímarnir eru að breytast Sasini tók þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem fór fram í síðustu viku en hún tók einnig þátt í fyrra. „Þegar ég var yngri horfði ég alltaf á Ungfrú Ísland keppnina í sjónvarpinu ásamt systur minni. Það var hún sem hvatti mig til að taka þátt en mér fannst alltaf eins og ætti ekkert heima í fegurðarsamkeppni. Ég sá aldrei litaðar stelpur taka þátt. Ég ólst upp við það að Ungfrú Ísland væri ljóshærð og bláeyg. En svo hugsaði ég með mér að ég gæti verið fyrirmynd fyrir aðrar litaðar stelpur og ungar konur á Íslandi. Mig langaði að vera fyrirmyndin sem ég hefði sjálft þurft þegar ég var yngri.“ Sasini segist alltaf hafa langað til að geta haft einhverskonar áhrif á sína kynslóð, og einnig komandi kynslóðir. Húnnýtti þáttökuna í Ungfrú Ísland keppninni meðal annars til að varpa ljósi á þetta mikilvæga málefni, kynþáttafordóma. Það er henni hugleikið- af augljósum ástæðum. Hún segist helst af öllu vilja sjá aukna fræðslu, sérstaklega í grunnskólum. Hún vill leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna, og nýta samfélagsmiðla í þeim tilgangi. Eins og til að mynda með fyrrnefndu TikTok myndskeiði. „Ég hef þennan vettvang og mig langar að nýta það til að vekja athygli á þessu málefni. Tímarnir eru að breytast og samfélagið er að breytast. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það á ekki að vera erfitt svo lengi sem við stöndum saman og vinnum saman að því að fræða yngri kynslóðir. Við getum gert svo miklu betur.“ Sasini tekur skýrt fram að þrátt fyrir reynslu sína þá beri hún ómælda virðingu fyrir Íslandi- landinu og fólkinu. „Ég er þakklát fyrir að búa á Íslandi og Ísland á alltaf stað í hjarta mínu. En raunveruleikinn er samt sá að þetta er alvarlegt málefni sem þarf að vekja athygli á og ræða mun meira.“ Helgarviðtal Ungfrú Ísland Innflytjendamál Srí Lanka Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Á dögunum birti Sasini myndskeið á TikTok þar sem hún tjáði sig stuttlega um eigin upplifun af kynþáttafordómum á Íslandi. Hún var kornung þegar hún byrjaði fyrst að finna fyrir óþægilegu viðmóti og særandi athugasemdum vegna húðlitar síns. Hún lærði snemma að lifa með því. „Það er engin týpísk staðalímynd af því að vera Íslendingur. Það er ekki hægt að setja „label” á það að vera Íslendingur,“segir Sasini meðal annars í myndskeiðinu. @sasini.inga Heyrið, smá öðruvísi myndband en það sem ég er vön að pósta, en ég er að tala stuttlega um mína reynslu/upplifun á kynþáttafordómum á Íslandi, þar sem ég hef verið að finna fyrir þessu aðeins meira en vanalega undan farna daga, ég vona ég hsfi náð að fræða einhvern um þetta aðeins. #fyp #rasism #kynþáttafordómaráíslandi #fyrirþigsíða #fyrirþigvinur ♬ original sound - Sasini Inga Eina litaða stelpan í skólanum Foreldrar Sasini koma sem fyrr segir bæði frá Srí Lanka. Þau fluttu til Íslands árið 1997. „Mamma þekkti sem sagt konu sem var að vinna sem au pair og hún fékk aðstoð frá henni að koma hingað. En ástæðan fyrir því að þau ákváðu að koma hingað var aðallega sú að þau vildu gefa systur minni betra líf og betri aðstæður til að alast upp við. Þetta var bara eitt gott tækifæri sem kom rúllandi til þeirra og þau gátu ekki hafnað því. Á þessum tíma bjuggu þau ekki við jafn góðar aðstæður og þau gera í dag.“ Átta árum eftir að foreldrar Sasini fluttu til Íslands kom Sasini í heiminn. Hún ólst upp í Grafarvogi fyrstu árin. „Ég man ekki eftir að hafa fundið fyrir neinu neikvæðu í leikskóla, ég átti rosalega góða vini og ég bara elskaði Grafarvoginn. En síðan þegar ég var komin í annan bekk í grunnskóla þá ákváðu foreldrar mínir að flytja í Hafnarfjörðinn og þá fór ég í Hraunvallaskóla. Þá svona byrjaði ég að finna fyrir því að ég væri öðruvísi og að það væri komið öðruvísi fram við mig en aðra. Ég var auðvitað eina litaða manneskjan í skólanum- og líklega höfðu krakkarnir aldrei áður hitt litaða stelpu á sínum aldri. Það var ekki fyrr en ég var komin í fjórða eða fimmta bekk að það komu nokkrir aðrir nemendur af erlendum uppruna í skólann.“ Sasini segir að þó svo að hún hafi fæðst og alist upp á Íslandi þá hafi uppeldi hennar verið mótað af því að foreldrar hennar komu frá öðrum menningarheimi. Sasini segir að þó svo að hún hafi fæðst og alist upp á Íslandi þá hafi uppeldi hennar verið mótað af því að foreldrar hennar komu frá öðrum menningarheimi.Vísir/Anton Brink „Ég var með annan bakgrunn og ég ólst upp í öðruvísi umhverfi en aðrir krakkar. Foreldrar mínir vildu ala mig og systur mína upp á sama hátt og þau höfðu verið alin upp við. Þau voru til dæmis miklu strangari en margir aðrir foreldrar,“ segir hún en tekur jafnframt fram að uppeldið sem foreldrar hennar veittu henni hafi skilað hennari sterkari út í lífið; kennt henni þolinmæði og þrautseigju. Sasini minnist þess að hafa til að mynda verið „kúkur“ og „súkkulaði“ í skólanum. „Í fyrstu var þetta svo sem ekkert „hart“ eða gróft; meira svona djók hér og þar og einhverjar athugasemdir. Ég tók þetta ekki það mikið inn á mig á þessum tíma – en seinna meir fattaði ég að þetta var allt komið til út af kynþættinum mínum. Útlendingur í eigin landi Sasini minnist þess einnig að hafa reglulega fengið athugasemdir á borð við: „Af hverju ertu svona á litinn“ eða „Af hverju ertu svona brún á litinn“ og „Af hverju ertu svona brún en ert samt frá Íslandi?“ „Það var eins og margir ættu erfitt með trúa því að það væri hægt að fæðast á Íslandi og vera ekki hvítur á litinn. Ég kvartaði oft við foreldra mína, og kennarana í skólanum. Kennararnir þurftu oft að ræða við bekkinn og segja þeim að það væri enginn munur á mér og þeim, nema þá húðliturinn. Ég skildi ekki af hverju það var verið að gera grín að mér og af hverju fólk væri að horfa á mig. Ég upplifði þetta ekki bara í skólanum heldur líka þegar ég var úti á meðal fólks. Ég var kannski bara í Smáralindinni með mömmu og fann að fólk var að stara á mig og gefa mér augnaráð. Mamma og pabbi tóku spjall með mér og við ræddum þetta. Þau útskýrðu fyrir mér að við þyrftum að passa okkur aðeins meira en Íslendingar, haga okkur á ákveðinn hátt og ekki fara út fyrir ákveðinn ramma því þá væri horft á okkur. Eitt sumarið í grunnskóla, mig minnir að það hafi verið eftir 10. bekk, þá tók ég þátt í sumarstarfi hjá fimleikafélaginu í Hafnarfirði, ég var semsagt aðstoðarþjálfari í íþróttastarfi fyrir börn. Þá var ég mjög oft að fá spurningar frá krökkunum af hverju ég væri svona dökk á litinn. Sum þeirra vildu jafnvel ekki fá hjálp frá mér.“ Á þessum tíma var Sasini að vísu fyrir löngu komin með þykkan skráp. Hún var orðin vön því að upplifa sig sem útlending í eigin landi. Ég hætti í rauninni bara að taka þetta inn á mig. Ég vissi einfaldlega að ég væri öðruvísi, og ætti alltaf eftir að vera öðruvísi á meðan ég ætti heima á Íslandi. Sasini átti erfitt uppdráttar í grunnskóla.Vísir/Anton Brink Nýtt upphaf í FG Eftir útskrift úr grunnskóla fór Sasini í Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Þar upplifði hún annað viðmót en í grunnskóla og átti mun auðveldara með að falla inn í hópinn. „Það voru þrír eða fjórir aðrir litaðir nemendur í skólanum, sem er nú kannski ekki mikið, en fyrir mér var það hellingur. Ég var ekki lengur sú eina. Kosturinn við FG er að þar ertu ekki í bekk með sama fólkinu allan tímann heldur er fjölbrautakerfi. Þess vegna kynntist ég svo mörgum, og þar á meðal hinum lituðu krökkunum,“ segir Sasini. Hún bætir við að þegar hún hafi farið að spjalla við, og kynnast hinum lituðu nemendunum, hafi komið í ljós að þau höfðu mjög svipaða reynslu og hún; höfðu upplifað fordóma og orðið fyrir aðkasti vegna húðlitarins. Hún nefnir sem dæmi að á framhaldskólaárunum hafi hún unnið við aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Þar sinnti hún einstaklingum á áttræðis-níræðis-og tíðræðisaldri sem margir hverjir virtust ekki átta sig á því að lituð manneskja gæti vel verið íslensk og talað íslensku. Sumir neituðu að leyfa mér að hjálpa sér, og þá þurfti ég að kalla í einhvern annan starfsmann á vakt. Það kom mjög oft fyrir að fólkið talaði við mig á ensku, jafnvel þó ég tali reiprennandi íslensku. Sasini segir foreldra sína ekki heldur hafa farið varhluta af kynþáttafordómum í gegnum tíðina, og tekur reynslu föður síns sem dæmi. Hann er vagnstjóri hjá Strætó og hefur unnið þar síðastliðin ellefu ár. Sasini segist þrátt fyrir allt vera gífurlega þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp á Íslandi.Vísir/Anton Brink „Fólk gerir alltaf strax ráð fyrir því að hann sé útlendingur sem kunni ekki íslensku. Hann hefur oft lent í því að opna dyrnar fyrir fólki sem er búið að vera að bíða eftir strætó, fólk horfir á hann og hættir svo við að taka vagninn. Unglingar, ungir strákar eru oft rosalega dónalegir og mikið að rífa kjaft, og neita jafnvel að borga.“ Oft talin vera indversk Daginn áður en Sasini birti fyrrnefnt myndskeið á TikTok hafði hún birt annað myndskeið inni á miðlinum þar sem yfirsögnin var „Strákar fíla ekki vöðvamiklar stelpur.“ Einn einstaklingur skrifaði athugasemd undir myndskeiðið: „Ég fíla einmitt ekki indverskar stelpur.“ „Þetta var svona komment sem var alveg augljóslega beint að kynþættinum mínum,” segir Sasini. Þetta var svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem hún lenti í því að vera talin indversk. „Ég hef rosalega oft verið spurð hvort ég komi frá Indlandi. Það eru ekkert allir sem gera sér grein fyrir því að Indland og Srí Lanka eru algjörlega aðskilin, hvort um sig með sína menningu, forsögu, hefðir og tungumál. Þetta er svona eins og að bera saman Íslendinga og Dani.“ Tímarnir eru að breytast Sasini tók þátt í keppninni um Ungfrú Ísland sem fór fram í síðustu viku en hún tók einnig þátt í fyrra. „Þegar ég var yngri horfði ég alltaf á Ungfrú Ísland keppnina í sjónvarpinu ásamt systur minni. Það var hún sem hvatti mig til að taka þátt en mér fannst alltaf eins og ætti ekkert heima í fegurðarsamkeppni. Ég sá aldrei litaðar stelpur taka þátt. Ég ólst upp við það að Ungfrú Ísland væri ljóshærð og bláeyg. En svo hugsaði ég með mér að ég gæti verið fyrirmynd fyrir aðrar litaðar stelpur og ungar konur á Íslandi. Mig langaði að vera fyrirmyndin sem ég hefði sjálft þurft þegar ég var yngri.“ Sasini segist alltaf hafa langað til að geta haft einhverskonar áhrif á sína kynslóð, og einnig komandi kynslóðir. Húnnýtti þáttökuna í Ungfrú Ísland keppninni meðal annars til að varpa ljósi á þetta mikilvæga málefni, kynþáttafordóma. Það er henni hugleikið- af augljósum ástæðum. Hún segist helst af öllu vilja sjá aukna fræðslu, sérstaklega í grunnskólum. Hún vill leggja sitt af mörkum til að opna umræðuna, og nýta samfélagsmiðla í þeim tilgangi. Eins og til að mynda með fyrrnefndu TikTok myndskeiði. „Ég hef þennan vettvang og mig langar að nýta það til að vekja athygli á þessu málefni. Tímarnir eru að breytast og samfélagið er að breytast. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það á ekki að vera erfitt svo lengi sem við stöndum saman og vinnum saman að því að fræða yngri kynslóðir. Við getum gert svo miklu betur.“ Sasini tekur skýrt fram að þrátt fyrir reynslu sína þá beri hún ómælda virðingu fyrir Íslandi- landinu og fólkinu. „Ég er þakklát fyrir að búa á Íslandi og Ísland á alltaf stað í hjarta mínu. En raunveruleikinn er samt sá að þetta er alvarlegt málefni sem þarf að vekja athygli á og ræða mun meira.“
Helgarviðtal Ungfrú Ísland Innflytjendamál Srí Lanka Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira