Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2025 09:00 Steinunn Björnsdóttir spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd í fyrrakvöld. Hún fer fyrir liðinu sem gerir kröfu um brottrekstur Ísraels úr alþjóðlegri keppni. Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Ísland vann öruggan sigur á Ísrael í gærkvöld við furðulegar aðstæður. Þær fögnuðu HM-sæti í tómu húsi en gerðu það með því að setja hendur yfir auglýsingu ísraelska fyrirtækisins Rapyd sem er einn meginstyrktaraðili HSÍ. Leikmenn liðsins sendu þar skýr skilaboð um ósætti við að ísraelskt fyrirtæki sé einn meginstyrktaraðila sambandsins. Leikirnir við Ísrael voru sannarlega umdeildir. Þeir hafa kallað á mótmæli, ákall eftir sniðgöngu og mikla óvissu fyrir leikmenn íslenska liðsins. Lögregluyfirvöld gripu þá inn í og hertu öryggisgæslu. Í ljósi þessa sendu leikmenn liðsins frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðstæðurnar vegna leikjanna eru sagðar óásættanlegar. „Okkur í landsliðinu fannst mikilvægt að koma okkar skoðunum á framfæri eftir þessa upplifun okkar. Þrátt fyrir að Arnar hafi kjarnað þetta virkilega vel eftir leikina í gær. Liðið var staðráðið í að vilja segja aðeins frá okkar upplifun og okkur fannst mikilvægt að koma okkar skoðun á framfæri,“ segir landsliðsfyrirliðinn Steinunn Björnsdóttir í samtali við íþróttadeild. Hver var þessi upplifun og hvað gekk á í aðdraganda leikjanna? „Þetta var virkilega mikil óvissa. Við fáum þær upplýsingar að við eigum að spila fyrir luktum dyrum og fáum í raun ekki mikil svör við því af hverju sú ákvörðun var tekin. En að sjálfssögðu virðum við þá ákvörðun og það var rétt hjá HSÍ að fara að fyrirmælum ríkislögreglustjóra,“ „Við leikmenn vitum lítið sem ekkert. Það er að sjálfsögðu einhver ótti og óvissa sem fylgdi þessu,“ segir Steinunn í samtali við íþróttadeild. Stelpurnar ekki hin raunverulegu fórnarlömb Vegna þessara aðstæðna sem skapast við að mæta Ísrael, auk þess sem hefur átt sér stað í Palestínu, skora landsliðskonur Íslands á íþróttahreyfinguna að beita sér fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka í alþjóðlegum íþróttaviðburðum. „Við erum að skora á HSÍ og alþjóðaíþróttahreyfinguna að endurhugsa og endurskoða þá ákvörðun að leyfa Ísrael yfirhöfuð að taka þátt í svona keppnum og setja leikmenn í þessar flóknu aðstæður,“ segir Steinunn. Er léttir að þessu verkefni sé lokið? „Ég ætla að vera alveg heiðarleg. það er léttir að þetta sé búið. En mig langar samt að árétta að ég veit að við erum ekki fórnarlömbin í þessum aðstæðum. Við vitum hvar þau eru og hugur okkar er að sjálfsögðu þar,“ segir Steinunn. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Palestína Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti