Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar 11. apríl 2025 18:01 Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri. Vandi vinstrisins er að miklu leyti hugmyndafræðilegur. Gagnrýnið uppgjör við sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma verður að fara fram ef flokkar eins og Sósíalistaflokkurinn ætla að ná árangri í framtíðinni að mati margra. Í dag stendur vinstrið frammi fyrir djúpstæðum klofningi. Á meðan stór hluti vinstrisins hefur tekið upp sjálfsmyndarstjórnmál (e. identity politics) sem setur kyn, kynþátt og aðra minnihlutahópa í forgrunn, hafa aðrir haldið fastar í hefðbundna sósíalíska stéttabaráttu sem á rætur að rekja til Marx. Stéttabaráttu sem miðar að því að berjast fyrir réttlæti fyrir allt verka- og launafólk óháð sjálfsmynd. Þessi togstreita er þó ekki aðeins fræðileg, hún hefur raunveruleg áhrif á getu vinstrisins til að vinna sigra í kosningum og móta samfélagið. Hvað er vókismi? Vivek Chibber, prófessor í félagsfræði við New York-háskóla, lítur á vókisma sem þróun úr sjálfsmyndarpólitík. Hann lýsir vókisma sem baráttu fyrir félagslegu réttlæti þar sem stéttargreining hefur verið fjarlægð. Chibber bendir á þrjá þætti sem lýsi vókisma: í fyrsta lagi áherslu á einstaklingsbundnar lausnir í stað kerfisbreytinga, í öðru lagi óþol gagnvart þeim sem eru ósammála, og í þriðja lagi alræðislegur (e. authoratarian) og ófrjálslyndur andi (illiberal ethos) sem útskúfi fólki fyrir að hafa aðrar skoðanir. Þetta endurspegli hugmyndafræði sem leitist við að stjórna hugsun og tjáningu, frekar en að efla opna umræðu og leita kerfislegra lausna, og hafi jafnvel náð til hluta sósíalíska vinstrisins. „Vókismi er tengdur þeirri hugmynd að ef þú ert ósammála okkur, hafir þú ekki aðeins rangt fyrir þér, heldur sér þú vond persóna.“ — Vivek Chibber Vókismi og sjálfsmyndarstjórnmál bjóða upp á lausnir sem oft einblína á táknrænar og einstaklingsmiðaðar breytingar fremur en að takast á við undirliggjandi efnahagslega og kerfisbundna orsök óréttlætis. Til dæmis er lögð áhersla á fjölbreytileikaþjálfun (e. diversity training) í fyrirtækjum, þar sem starfsfólki er kennt að nota „rétt“ orðalag gagnvart minnihlutahópum, eða á fjölgun kvenna og fólks af öðrum kynþáttum í stjórnunarstöðum. Aðrar aðgerðir fela í sér að breyta nöfnum á stofnunum, fjarlægja styttur sem tákna sögulega kúgun, eða stuðla að auknum sýnileika jaðarsettra hópa í fjölmiðlum og stjórnmálum, eins og að fagna fyrstu konunni eða hinsegin einstaklingnum í ákveðnu embætti. Þessar lausnir leitast við að bæta sýnileika og draga úr persónulegum fordómum, en frá sósíalísku sjónarhorni snúast þær um yfirborðsbreytingar sem styðja við núverandi kerfi frekar en að ógna því. Slíkar aðgerðir krefjast engra grundvallarbreytinga á valdajafnvæginu í samfélaginu. Chibber gagnrýnir einnig hvernig vókismi tengist svokallaðri „standpoint theory“ þar sem sannleikur og staðreyndir eru ekki lengur markmið, heldur er gengið út frá því að jaðarsettir hópar einir skilji raunverulega sinn heim. Þetta leiðir til þess sem hann kallar „balkanization“ á fræðasamfélaginu og þekkingu—þ.e. sundrung í smærri, einangraðar einingar sem keppast á milli í stað þess að vinna að sameiginlegu markmiði. Í stað þess að leita sannleikans með rökum og gögnum, verður vókismi að valdastríði milli hópa sem krefjast viðurkenningar á sinni upplifun umfram allt annað. Fyrir Chibber er þetta fráhvarf frá hefðbundnum sósíalískum gildum, þar sem baráttan snerist um efnahagslegt réttlæti og breiða samstöðu verkafólks, en nú hefur hún færst yfir í þröngsýna og sundrandi stefnu sem veiki möguleika vinstri hreyfinga til að ná raunverulegum árangri. Sósíalismi byggir baráttuna á stétt Sósíalistar hafa alltaf sett stéttabaráttu í öndvegi og líta á söguna sem baráttu milli efnahagslegra stétta. Kapítalista, sem eiga framleiðslutækin, og verkafólks, sem selur vinnuafl sitt. Í þessu ljósi er saga mannlegs óréttlætis og kúgunar fyrst og fremst knúin áfram af efnahagslegum tengslum, ekki sjálfsmyndum líkt og kynþætti, kyni eða kynhneigð. Vókismi, með áherslu sinni á þessa síðarnefndu þætti, þynnir út þessa grundvallarsýn og tvístrar baráttunni. Með því að beina sjónum að einstaklingsbundnum mismun fremur en sameiginlegum stéttahagsmunum veikir hann möguleikann á að sameina verkafólk í baráttu gegn auðvaldinu, sem sósíalistar telja vera hið raunverulega rót vandans. Stéttabarátta snýst um baráttu gegn efnahagskerfinu sem arðrænir verkafólk óháð bakgrunni. Sem dæmi gætu verkamenn af mismunandi kynþáttum og kynjum upplifað mismunun í vinnunni, en þeir deila allir sömu reynslu af of lágum launum og ófullnægjandi vinnuaðstæðum. Með því að byggja á stétt, stefna sósíalistar að því að bæta aðstæður fyrir alla, ekki bara að takast á við einstaklingsbundna fordóma. Þessi nálgun getur skapað samstöðu, sameinað fjölbreytta hópa undir sameiginlegu markmiði þess að koma á raunverulegum kerfisbreytingum. Yfirstéttin hefur alltaf skilið hvernig hægt er að sundra samstöðu almennings. Frá upphafi kapítalismans hefur valdstéttin notað aðferðir til að skipta almenningi í smærri hópa, hvort sem það er eftir landsvæðum, kyni, kynþætti eða öðrum þáttum, til að koma í veg fyrir sameiginlega mótspyrnu. Stofnfeður Bandaríkjanna, eins og James Madison, vissu að stórt lýðveldi með fjölbreyttum hagsmunum væri eins konar náttúruleg vörn fyrir yfirstéttina. Þessi „deila og drottna“ aðferð hefur reynst áhrifarík, því þegar verkafólk er upptekið við innbyrðis átök tapar það sjónum á hinum raunverulega andstæðingi. Ósigur vók-vinstrisins Ef við skoðum niðurstöður síðustu kosninga og berum saman sjáum við að þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi boðið fram það sem margir töldu öflugri lista og frambjóðendur en árið 2021, þar með talið borgarfulltrúann Sönnu Magadalenu og hinn landsþekkta Davíð Þór Jónsson, var árangurinn ekki eftir því. Raunar fékk flokkurinn aðeins 4% atkvæða sem er 0,1% minna en í kosningum þar á undan. Þá féllu af þingi Píratar og VG, flokkar sem einnig hafa byggt starf sitt mikið á sjálfsmyndarstjórnmálum. Samfylkingin á hinn bóginn virðist hafa að einhverju leyti grætt á því að færa fókusinn meðvitað yfir á þessi mál sem sameina verkafólk, betri lífskjör og efnahagslegt réttlæti. „Með því að gagnrýna vókisma eru sósíalistar líkt og Sólveig Anna að vona að hægt sé að leiðrétta stefnuna svo vinstrið geti náð til breiðari hóps í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti.“ Átökin innan Sósíalistaflokksins undanfarið snúast nefnilega líka um hugmyndafræðina þar sem takast á þeir sem vilja viðhalda sömu stefnu og áherslum, og svo róttækari sósíalistar sem vilja aukna áherslu á baráttu á grundvelli stétta. Með því að gagnrýna vókisma eru sósíalistar líkt og Sólveig Anna að vona að hægt sé að leiðrétta stefnuna svo vinstrið geti náð til breiðari hóps í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti. Gagnrýni á vókisma snýst því um hvernig vinstrið geti náð til fleira fólks, ekki aðeins frjálslynds fólks heldur líka menningarlega íhaldssamari kjósenda sem hafa valið að kjósa frekar Flokk fólksins eða Miðflokkinn. Í stað þess að byggja baráttuna á aðgreindum hópum mismunandi sjálfsmynda, þurfum við að snúa aftur að stéttastjórnmálum sem sameina fólk þvert á kyn, kynþætti eða kynhneigð. Þetta þýðir ekki að við eigum að hunsa þá kúgun sem konur, hinsegin fólk eða aðrir hópar upplifa. Þvert á móti þurfum við að skilja hvernig kapítalisminn notar og viðheldur þessari kúgun til að viðhalda stéttaskiptingu. Vinstrið þarf að endurheimta getu sína til að tala til allra sem eru kúgaðir af kapítalismanum. Það er ekki nóg að tala aðeins til frjálslyndara fólks og menntuðu millistéttarinnar heldur þarf vinstrið líka að ná til íhaldssamari hópa verkafólks. Aðeins þannig er hægt að byggja upp nægilega sterka hreyfingu til að skapa raunverulegar breytingar. Höfundur er hönnuður og sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og það sem kallað hefur verið „vókismi“ (woke-ism) hafa verið fyrirferðarmikil í stjórnmálum síðustu ára. Þessi tegund stjórnmála hefur fengið gagnrýni úr ýmsum áttum. Mest hefur borið í þessari gagnrýni úr hægri væng stjórnmálanna en færri þekkja til inntaks þeirrar gagnrýni á sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma sem kemur úr hinni áttinni; frá hinu sósíalíska vinstri. Vandi vinstrisins er að miklu leyti hugmyndafræðilegur. Gagnrýnið uppgjör við sjálfsmyndarstjórnmál og vókisma verður að fara fram ef flokkar eins og Sósíalistaflokkurinn ætla að ná árangri í framtíðinni að mati margra. Í dag stendur vinstrið frammi fyrir djúpstæðum klofningi. Á meðan stór hluti vinstrisins hefur tekið upp sjálfsmyndarstjórnmál (e. identity politics) sem setur kyn, kynþátt og aðra minnihlutahópa í forgrunn, hafa aðrir haldið fastar í hefðbundna sósíalíska stéttabaráttu sem á rætur að rekja til Marx. Stéttabaráttu sem miðar að því að berjast fyrir réttlæti fyrir allt verka- og launafólk óháð sjálfsmynd. Þessi togstreita er þó ekki aðeins fræðileg, hún hefur raunveruleg áhrif á getu vinstrisins til að vinna sigra í kosningum og móta samfélagið. Hvað er vókismi? Vivek Chibber, prófessor í félagsfræði við New York-háskóla, lítur á vókisma sem þróun úr sjálfsmyndarpólitík. Hann lýsir vókisma sem baráttu fyrir félagslegu réttlæti þar sem stéttargreining hefur verið fjarlægð. Chibber bendir á þrjá þætti sem lýsi vókisma: í fyrsta lagi áherslu á einstaklingsbundnar lausnir í stað kerfisbreytinga, í öðru lagi óþol gagnvart þeim sem eru ósammála, og í þriðja lagi alræðislegur (e. authoratarian) og ófrjálslyndur andi (illiberal ethos) sem útskúfi fólki fyrir að hafa aðrar skoðanir. Þetta endurspegli hugmyndafræði sem leitist við að stjórna hugsun og tjáningu, frekar en að efla opna umræðu og leita kerfislegra lausna, og hafi jafnvel náð til hluta sósíalíska vinstrisins. „Vókismi er tengdur þeirri hugmynd að ef þú ert ósammála okkur, hafir þú ekki aðeins rangt fyrir þér, heldur sér þú vond persóna.“ — Vivek Chibber Vókismi og sjálfsmyndarstjórnmál bjóða upp á lausnir sem oft einblína á táknrænar og einstaklingsmiðaðar breytingar fremur en að takast á við undirliggjandi efnahagslega og kerfisbundna orsök óréttlætis. Til dæmis er lögð áhersla á fjölbreytileikaþjálfun (e. diversity training) í fyrirtækjum, þar sem starfsfólki er kennt að nota „rétt“ orðalag gagnvart minnihlutahópum, eða á fjölgun kvenna og fólks af öðrum kynþáttum í stjórnunarstöðum. Aðrar aðgerðir fela í sér að breyta nöfnum á stofnunum, fjarlægja styttur sem tákna sögulega kúgun, eða stuðla að auknum sýnileika jaðarsettra hópa í fjölmiðlum og stjórnmálum, eins og að fagna fyrstu konunni eða hinsegin einstaklingnum í ákveðnu embætti. Þessar lausnir leitast við að bæta sýnileika og draga úr persónulegum fordómum, en frá sósíalísku sjónarhorni snúast þær um yfirborðsbreytingar sem styðja við núverandi kerfi frekar en að ógna því. Slíkar aðgerðir krefjast engra grundvallarbreytinga á valdajafnvæginu í samfélaginu. Chibber gagnrýnir einnig hvernig vókismi tengist svokallaðri „standpoint theory“ þar sem sannleikur og staðreyndir eru ekki lengur markmið, heldur er gengið út frá því að jaðarsettir hópar einir skilji raunverulega sinn heim. Þetta leiðir til þess sem hann kallar „balkanization“ á fræðasamfélaginu og þekkingu—þ.e. sundrung í smærri, einangraðar einingar sem keppast á milli í stað þess að vinna að sameiginlegu markmiði. Í stað þess að leita sannleikans með rökum og gögnum, verður vókismi að valdastríði milli hópa sem krefjast viðurkenningar á sinni upplifun umfram allt annað. Fyrir Chibber er þetta fráhvarf frá hefðbundnum sósíalískum gildum, þar sem baráttan snerist um efnahagslegt réttlæti og breiða samstöðu verkafólks, en nú hefur hún færst yfir í þröngsýna og sundrandi stefnu sem veiki möguleika vinstri hreyfinga til að ná raunverulegum árangri. Sósíalismi byggir baráttuna á stétt Sósíalistar hafa alltaf sett stéttabaráttu í öndvegi og líta á söguna sem baráttu milli efnahagslegra stétta. Kapítalista, sem eiga framleiðslutækin, og verkafólks, sem selur vinnuafl sitt. Í þessu ljósi er saga mannlegs óréttlætis og kúgunar fyrst og fremst knúin áfram af efnahagslegum tengslum, ekki sjálfsmyndum líkt og kynþætti, kyni eða kynhneigð. Vókismi, með áherslu sinni á þessa síðarnefndu þætti, þynnir út þessa grundvallarsýn og tvístrar baráttunni. Með því að beina sjónum að einstaklingsbundnum mismun fremur en sameiginlegum stéttahagsmunum veikir hann möguleikann á að sameina verkafólk í baráttu gegn auðvaldinu, sem sósíalistar telja vera hið raunverulega rót vandans. Stéttabarátta snýst um baráttu gegn efnahagskerfinu sem arðrænir verkafólk óháð bakgrunni. Sem dæmi gætu verkamenn af mismunandi kynþáttum og kynjum upplifað mismunun í vinnunni, en þeir deila allir sömu reynslu af of lágum launum og ófullnægjandi vinnuaðstæðum. Með því að byggja á stétt, stefna sósíalistar að því að bæta aðstæður fyrir alla, ekki bara að takast á við einstaklingsbundna fordóma. Þessi nálgun getur skapað samstöðu, sameinað fjölbreytta hópa undir sameiginlegu markmiði þess að koma á raunverulegum kerfisbreytingum. Yfirstéttin hefur alltaf skilið hvernig hægt er að sundra samstöðu almennings. Frá upphafi kapítalismans hefur valdstéttin notað aðferðir til að skipta almenningi í smærri hópa, hvort sem það er eftir landsvæðum, kyni, kynþætti eða öðrum þáttum, til að koma í veg fyrir sameiginlega mótspyrnu. Stofnfeður Bandaríkjanna, eins og James Madison, vissu að stórt lýðveldi með fjölbreyttum hagsmunum væri eins konar náttúruleg vörn fyrir yfirstéttina. Þessi „deila og drottna“ aðferð hefur reynst áhrifarík, því þegar verkafólk er upptekið við innbyrðis átök tapar það sjónum á hinum raunverulega andstæðingi. Ósigur vók-vinstrisins Ef við skoðum niðurstöður síðustu kosninga og berum saman sjáum við að þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn hafi boðið fram það sem margir töldu öflugri lista og frambjóðendur en árið 2021, þar með talið borgarfulltrúann Sönnu Magadalenu og hinn landsþekkta Davíð Þór Jónsson, var árangurinn ekki eftir því. Raunar fékk flokkurinn aðeins 4% atkvæða sem er 0,1% minna en í kosningum þar á undan. Þá féllu af þingi Píratar og VG, flokkar sem einnig hafa byggt starf sitt mikið á sjálfsmyndarstjórnmálum. Samfylkingin á hinn bóginn virðist hafa að einhverju leyti grætt á því að færa fókusinn meðvitað yfir á þessi mál sem sameina verkafólk, betri lífskjör og efnahagslegt réttlæti. „Með því að gagnrýna vókisma eru sósíalistar líkt og Sólveig Anna að vona að hægt sé að leiðrétta stefnuna svo vinstrið geti náð til breiðari hóps í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti.“ Átökin innan Sósíalistaflokksins undanfarið snúast nefnilega líka um hugmyndafræðina þar sem takast á þeir sem vilja viðhalda sömu stefnu og áherslum, og svo róttækari sósíalistar sem vilja aukna áherslu á baráttu á grundvelli stétta. Með því að gagnrýna vókisma eru sósíalistar líkt og Sólveig Anna að vona að hægt sé að leiðrétta stefnuna svo vinstrið geti náð til breiðari hóps í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu réttlæti. Gagnrýni á vókisma snýst því um hvernig vinstrið geti náð til fleira fólks, ekki aðeins frjálslynds fólks heldur líka menningarlega íhaldssamari kjósenda sem hafa valið að kjósa frekar Flokk fólksins eða Miðflokkinn. Í stað þess að byggja baráttuna á aðgreindum hópum mismunandi sjálfsmynda, þurfum við að snúa aftur að stéttastjórnmálum sem sameina fólk þvert á kyn, kynþætti eða kynhneigð. Þetta þýðir ekki að við eigum að hunsa þá kúgun sem konur, hinsegin fólk eða aðrir hópar upplifa. Þvert á móti þurfum við að skilja hvernig kapítalisminn notar og viðheldur þessari kúgun til að viðhalda stéttaskiptingu. Vinstrið þarf að endurheimta getu sína til að tala til allra sem eru kúgaðir af kapítalismanum. Það er ekki nóg að tala aðeins til frjálslyndara fólks og menntuðu millistéttarinnar heldur þarf vinstrið líka að ná til íhaldssamari hópa verkafólks. Aðeins þannig er hægt að byggja upp nægilega sterka hreyfingu til að skapa raunverulegar breytingar. Höfundur er hönnuður og sósíalisti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar