Mikið högg fyrir nærsamfélagið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 12:19 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Arnar/Anton Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf. um að ekki verði stefnt að hvalveiðum í sumar slá sig illa. Um sé að ræða mikið högg fyrir félagsmenn og nærsamfélagið. Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs. Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Starfsmönnum Hvals hf var tilkynnt í vikunni ekkert yrði úr komandi vertíð og að engar hvalveiðar myndu fara fram í sumar. Ástæða þess er meðal annars verðbólga í Japan og slæm staða á alþjóðamarkaðnum vegna tollastríðs Bandaríkjaforseta. 1,2 milljarða launakostnaður á glæ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina blasa illa við og ljóst að um 200 manns muni þurfa að finna sér annað starf fyrir sumarið. „Það liggur fyrir að hvalveiðar hafa skilað okkur á Akranesi og Vesturlandi umtalsverðri búbót. Launakostnaður nemur einhvers staðar í kringum 1,2 milljörðum króna. Þannig það segir sig sjálft að þetta hefur slæm áhrif á þá sem að hafa starfað á þessum vertíðum og ég tala nú ekki um útsvarstekjur sveitarfélagsins og svo framvegis.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði við Morgunblaðið í gær að afurðarverðsþróun í Japan hafi verið óhagstæð að undanförnu og að lágt gengi krónu gagnvart japanska jeninu gerði það að verkum að ekki væri forsvaranlegt að stunda veiðar í sumar. „Allt getur þetta haft áhrif á afurðaverðið út til Japans. Ég hef svo sem fullan skilning á því og er ekki í neinum vafa um það að Hvalur er búinn að reikna þetta allt út fram og til baka.“ Vongóður fyrir næsta ári Bjarni Benediktsson, þáverandi matvælaráðherra, gaf út leyfi til hvalveiða til fimm ára í desember en Vilhjálmur bindir vonir við að það verði úr næsta hvalveiðitímabili. „Ég var svo sannarlega að vona að við værum núna að fá alvöru hvalvertíð sem myndi skila umtalsverðum útflutningstekjum. Ég vona bara að þeir muni koma sterkir inn á næsta ári. Ef aðstæður batna.“ Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, en án árangurs.
Hvalir Hvalveiðar Akranes Hvalfjarðarsveit Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira