Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 13:13 Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. „Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“ Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“
Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira